Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 8
JJatLr Sím onaráoni ISLENZKIR HLJÓÐFÆRALEIKARAR Kristján Kristjánsson Kristján Kristjánsson er fæddur í Sandgerði 5. september 1925. Strax á unga aldri fékk hann mikinn áhuga fyrir tónlist og takmark hans var að verða hljóðfæraleikari. Á þessum árum snérist allt um harmonikuna og varð það til þess að Kristján byrjaði korn- ungur að leika á „nikku“. Um kennslu á hljóðfærið var ekki um að ræða í Sandgerði. Ekki var hann heldur hár í loftinu, þegar hann fór að leika á dansleikjum þar syðra, aðeins ellefu áta gamall. Lék hann á tvöfalda harmoniku á allmörgum dansleikjum þar næstu ár- in, en þrettán ára gamall fluttist hann1 til Reykjavíkur. Hélt hann áfram með harmonikuna og hóf nám hjá Sigurði Briem og lærði hjá honum nótnalestur í tæpt ár, og næsta ár lærði hann hljómfræði hjá Sven Viking Guðjohn- sen. En þá fór að renna upp ljós fyrir Kristjáni, að harmonikan væri nú ekki beint það hljóðfærið, sem draumar hans höfðu snúist um. Keypti hann sér þá trompet og byrjaði að blása í hann af miklum eldmóði, en sú hátíð stóð ekki lengi, því áður en tveir dagar voru liðn- ir, hafði hver einasta lifandi vera í húsinu „strækað á trompetinn". Varð það til þess, að hann keypti sér klari- net, en seldi trompetinn, og gat þá fólkið í húsinu unað hlutskipti sínu. Hóf hann nám á klarinettið hjá Vil- hjálmi Guðjónssyni (1941) og stundaði nám hjá honum af og til næstu árin, en var í Tónlistarskólanum 1945—46, en Vilhjálmur kenndi honum þar einnig. — Á þessum árum stundaði Kristján einnig nám í Verzlunarskóla íslands og var þar í fjóra vetur. — Um haustið 1945 var byrjað að halda dansleiki í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar og var Kristján þar í fjögra manna hljóm- sveit um veturinn. Hinir í hljómsveit- inni voru Róbert Þórðarson harmonika, Kristján Hansson píanó og Svavar Gests trommur. í þessari hljómsveit byrjaði Kristján að leika á altósaxafón. Næsta sumar hóf Breiðfirðingabúð starfrækslu og var Hafliði Jónsson pí- anóleikari með hljómsveit þar og lék Kristján í henni um tveggja mánaða skeið. Um sumarið 1946 fór Kristján ásamt Svavari Gests til tónlistarnáms í Bandaríkjunum, en Kristján hafði þá í langan tíma ráðgert að fara utan til framhaldsnáms og þá helzt til Banda- ríkjanna. Stundaði hann nám í „Julliard school of music“ í NewYork um nokkurra mánaða skeið. Á klarinet lærði hann hjá mjög góðum, frönskum kennara að nafni Duqas og seinni hluta tímabilsins tók hann sér einnig einkatíma með klarinettið hjá öðrum frönskum kenn- ara, Daniel Bonade. Hljómfræðinám stundaði hann og af miklu kappi hjá 8 ^aixítatiÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.