Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 10
Átta manna hljómsveit sú, er Kristján Krist- jánsson kom fram með á hljðmleikunum s. I. vor. Frá vinstri: Guðm. R. Einarsson trommur, Eyþór Þorláksson bassi, Baldur Kristjánsson píanó, Skafti Sigþórs- son bariton-sax, Bjb'rn R. Einarsson trombón, Gunnar Ormslev tenór, Jónas Dagbjartss. trom- pet, Kristján altó-sax, klarinet, og stjórnandi. sax. Það þarf ekki að efast um, að þessi hljómsveit á eftir að ná miklum vinsældum, enda má segja, að þar sé valinn maður í hverju rúmi. M. a. hefir Loftur kvikmyndað hljómsveitina og verður myndin sýnd hér sem aukamynd í einhverju kvikmyndahúsinu um jóla- leytið. Axel Kristjánsson leikur á bassa með sextettinum í myndinni. — S.l. sumar bauð Gunnar Ormslev Kristjáni með sér til Danmerkur og dvöldust þeir þar í um mánaðar tíma. Flestir beztu hljóðfæraleikarar Dana voru í Svíþjóð um það leyti, svo að þeir gátu ekki heyrt í þeim. Þó hlustuðu þeir á' ágæta 15 manna hljómsveit. Bruno Hendriksen, er lék í Tivoli. Kristján er þó ekki í neinum vafa um, að lítill vandi væri fyrir íslenzka hljóðfæra- leikara að koma upp jafngóðri eða betri hljómsveit, en það er eitt helzta áhuga- mál hans að æfa upp slíka hljómsveit hér og þegar þetta er skrifað, er hann einmitt að byrja að æfa 15 manna hljómsveit og vonandi verður árangur góður, því að mikil þörf væri hér fyrir stóra hljómsveit, er gæti komið fram nokkrum sinnum á ári. H. S. <Jjanálöi f Vinsælustu danslögin í Bretlandi und- anfarnar vikur hafa verið: 1. I don't see me in your eyes any more, 2. For- ever and ever, 3. Confidentially, 4. How can you buy Killarney, 5. Wedding samba, 6. Riders in the sky, 7. While the Angelus was ringing, 8. Leichester Square rag, 9. Careless hands, 10. You're breaking my heart. 10 jaJLUd

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.