Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 14
næstu revíu McHugh, „International revue“, en þar kom lagið „On the sunny side of thel street" fyrst fram, sem síð- ar varð heimsfrægt, og einnig „Exactly like you“. Dorsey bræðurnir voru með hljóm- sveit sína í einni McHugh revíunni. Hann heyrði í hljómsveitinni í útvarp- inu og hringdi undir eins til útvarps- stöðvarinnar og fékk að vita, hvaða hljómsveit þetta væri. Hann kom því í kring, að hljómsveitin (Bob Crosby, Ray McKinley og Glenn Miller voru þá í henni) gæti leikið í revíunni. Það er engin furða þó að Jimmy sé vinur hljómsveitarstjóranna — og þá engu að síður söngvaranna, ef út í þá sálma er farið. Hann samdi „South American way“ fyrir Carmen Miranda, „Cuban love song“ fyrir Lawrance Tibbett, og „I’m in the mood for love“ fyrir Frances Langford. Þá hefur Jimmy hjálpað mörgum ungum tónskáldum til að koma verkum sínum á framfæri. Um 1921, þegar hann og Irving Mills komu til Chicago, voru þeir beðnir að hlusta á nokkrar „Gen- ette“ grammafónplötur, sem höfðu ver- ið leiknar af hljómsveitum Elmer Schoe- bel, Billy Myers og Gus Kahn. McHugh og Mills hlustuðu og keyptu útgáfurétt- inn á lögunum og þóttust vissir um, að þau ættu framtlð fyrir sér. Meðal þeirra voru „Farwell blues“, „Bugle call rag" og „Nobody’s sweetheart". Louis Arm- strong er einn hinna mörgu hljómsveit- arstjóra, sem hafa haldið óslitnum kunningsskap við Jimmy í fleiri ár, og McHugh er sennilega tryggasti áhang- andi Louis. „Það er dálítið af Arm- strong í þeim öllum", segir Jimmy, þegar hann talar um jazzleikara. Annar hljómsveitarstjóri, sem hrífur Jimmy er Nat King Cole. Ef kunningjar Jimmy hafa ekki heyrt plötur Cole með McHugh lögunum „Don’t blame me“ og „I’m in the mood for love“, þá geta þeir verið vissir um, að Jimmy mun senda þeim plötu, því hann pantaði 250 plötur, sem hann ætlar að dreyfa út meðal kunn- ingja sinna — hrifning hans á King Cole tríóinu á sér engin takmörk. Uppáhalds plötur hans með öðrum hljómsveitastjórum og söngvurum með hans eigin lögum eru „Don’t blame me“ með Teddy Wilson, „Exactly like you“ með Benny Goodman, „On the sunny side of the street" með Tommy Dorsey, „I can’t believe that you’r in love with me“ með Bing Crosby, „I’m in the mood for love“ með Frances Langford, „The music stopped“ með Frank Sinatra og „I can’t give you anything but love'* með Dinah Shore, Louis Armstrong og Freddy Martin. Jimmy Mc Hugh hefur mikinn áhuga fyrir íþróttum og er hann góður sund- maður. Hann hefur oft skipulagt og stjórnað stórum sundmótum. í skrif- stofu hans í Hollywood eru myndir af sundfólki og hljómlistarmönnum, hver innan um aðra. Jimmy situr oftast við píanóið, sem George heitinn Gershwin gaf honum, og semur lög fyrir kvikmyndir. Nýjustu lögin hans úr kvikmynd voru sungin af Perry Como, Carmen Miranda og fleir- um í myndinni „Doll face“. Eins og öll hans fyrri lög eru þetta skínandi lög, sem auka hylli hans að mun meðal hljómsveitarstjóra og söngv- ara, og þá ekki sízt mín og þín, sem á hlýðum. 14 ^ltaSiS

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.