Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 16
Ha rmon ihusíðan Ritstjóri: BRAGI HLÍÐBERG. Hr. ritstjóri harmonikusíðunnar! Mig langar til að ganga í iið með þeim forvitnu og spyrja ritstjórann nokkurra spurninga. 1. Ég þrætti við jafnaldra mína, hér um daginn, um eftirfarandi. Annar hélt því fram, að sá, er byrjaði að spila eftir nótum á harmoniku 20 ára garhall, gæti orðið góður harmonikuleikari, en hinn taldi það ekki mögulegt vegna aldurs. Hvor hafði rétt fyrir liér? 2. Er hægt að nota sömu útsetningar á lögum fyrir pianóharmoniku og hnappa harmoniku? 3. Hvað er hæfilegt að spila marga tíma á dag, ef maður er að læra? 4. Eru tröppuliarmonikur betri en harmonikur með sléttu borði ? 5. Er miklum örðugleikum bundið að fá nýjar hnappaharmonikur. Ég er bú- inn að reyna í mörg ár, en því miður ekkert orðið ágengt? Þakka svörin fyrirfram. Elli. 1. ÞaS mælir ekkert á móti því, a5 maður, sem byrjar að læra á lújóðfæri, þá er hann er tvítugur, geti náð sæmi- legum árangri, þó að e. t. v. sé nauðsyn- legl að byrja sem barn til þess að skara fram úr. Ef góður vilji og hœfileikar fylgjast að, er mjög líklegt að tvitugur maður geti orðið góður hljóSfæraleikari, þó að hann verði að leggja harðara að sér, heldur en ef hann hefSi byrjað yngri. 2. Nólnarilun er sú sama fyrir báóar harmonikugerðirnar. í þeim útselning- um, sem ætlaðar eru hnappaharmoniku, fylgir fingrasetning fyrir píanóborð oft- ast nær líka. Þessar útsetningar eru sjald- gœfar þar sem píanóharmonikan er miklu útbreiddari og þvi nær allar úl- setningar miðaðar vi5 tónsvi5 hennar. 3. Flestum kemur saman um, að 2—3 klst. daglega sé nægur tími, sé liann ein- göngu notaður til kerfisbundinna æfinga. Hálftími að morgni gelur gefið betri árangur en klukkulími að kvöldi, þegar nemandinn er þreyltur og á erfitt me'ö að einbeila huganum að verkefninu. Það mun cinnig gefa beiri árangur að æfa sig ca. 20 min. á þremur mismunandi tímum dagsins, heldur en einn ldukku- tíma i einu, þvi árangur næst Jwí aöeins að fullkomin athygli sé liöfS við verk- efnið. 4. ,,Tröppuharmonikur“ (trappetrin) virðast vera vinsæUi en harmonikur meö slétlu borði, meðal harmonikuleikara á Noröurlöndum. Persónuleg reynsla min er að þær séu betri, einkum í tónstigum, þar sem „tröppurnar“ liggja betur við hendinni heldur en slétla borSiö. 16 $azzítate

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.