Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 21

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 21
komnar langt í jazzmúsík. Þessar miklu framfarir íslenzkra jazzista verða ekki þakkaðar neinum en þeirra dugnaði og atorku við að bæta sig og ná framar á braut sinni. Því að það, sem gert hefur verið fyrir þessa menn og aðstoð, sem þeim hefur verið veitt er nákvæmlega engin og eiga þeir því sjálfum sér allt að þakka. Það er kannske bezt eftir allt saman, að jazzistar okkar hafa sjálfir aflað sér þekkingar á þessu sviði, og það sannar betur áhugann en nokkuð annað, en einkennilegt er þó að athuga; ósamræmið, sem kemur fram á sumum sviðum í okkar ágæta þjóðfélagi. Nú, á þessum tímum, meðan alltaf er verið að styrkja listamenn, útbreiða listir og á allan hátt ryðja braut fyrir þær, sem vissulega er rétt og sjálfsagt, hreyfir enginn hönd né fót til þess að styðja hina ungu, eftirtektarverðu list, jazz- músíkina, sem líklega hefur hlotið fleiri aðdáendur á skemmri tíma en nókkur önnur. Þvert á móti virðist svo sem hömlur séu óspart settar á vöxt og viðgang hennar. Jazzplötur fást ekki innfluttar, nótur því síður. Hljóðfæri eru einnig alls ófáanleg, þ. e. a. s. slík hljóðfæri, sem hægt er að nota, en aftur á móti eru flutt ónýt hljóðfæri inn í landið í stórum stíl, lagður á þau 80% tollur eða meira, fyrir utan allar aðrar álagningar, sem gera þau ókaupandi, miðað við gæðin. Erlendir jazzistar eru úthrópaðir sem trúðar í blöðum og út- varpi og þeim neitað um örstutta dvöl hér o. s. frv. Þetta er aðeins fátt eitt, en er þó ærið nóg til að sannfærast um, að við svo búið má ekki standa. Slíkar hömlur eru óþolandi og jafnvel þótt þær hafi ekki megnað að hefta vöxt og viðgang jazzins, hafa þær þó seinkað þróun hans mikið eins og gefur að skilja. Og ef til vill er það einmitt þess- ari seinkun að kenna, að enn mun þurfa nokkur ár til þess að jazzinn nái skiln- ingi manna yfirleitt. Skref í þá átt eru jam-sessionir, jazztímar við útvarpið og svo náttúrlega einhver fríðindi jazzleik- ara og yfirleitt allra hljóðfæraleikara við innkaup á nauðsynlegum vörum í útlöndum og innflutning á þeim. Þegar þetta er fengið, ásamt mörgu öðru, sem minnst hefur verið á og rætt í þessu blaði — málgagni hljóðfæraleikara — er í raun og veru fyrst hægt að búast Framhald á bls. 24. REGLUR fyrir kosningunum um vinsælustu ís< lenzku hljóðfæraleikarana. Kosningaseð> illinn er á bls. 32. Atkvæðaseðillinn verður að vera kom- inn í póst eigi síðar en 2. janúar 1950. Atkvæði er aðeins tekið til greina, að þau séu skrifuð á atvæðaseðil blaðsins. Kjósið aðeins þá liljóðfæraleikara eða liljómsveitir, sem þið hafið lieyrt leika á þessu ári. Kjósa má sama manninn á fleira en eitt hljóðfæri. Kosið er aðeins um þá hljóðfæraleik- ara, sem leika dansmúsik. Enginn atkvæðaseðill er tekinn gildur nema að kjósandinn hafi skrifað nafn sitt neðst á hann. Úrslitin verða birt í næsta blaði. Þeir, sem ætla að gerast áslcrifendur blaðsins eru vinsamlegast beðnir að merkja við þar sem við á neðst á at- kvæðaseðlinum.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.