Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 35

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 35
varð, þegar þeir spjöruðu sig upp í að leika lag að nafni Railroad Man. Louis hlýtur að hafa verið kominn nálægt tvítugu og hann var ungur og óharðnaður. Hann var ekki einu sinni búinn að hoimsækja St. Louis ennþá. Þetta var fyrsta ferðin hans upp eftir ánni. Það er erfitt að ímynda sér fjörið og þróttinn, sem Louis Arm- strong hafði til að bera á þessum bát. í hljómsveitinni voru þessi hljóð- færi. Píanó (sem Fate Marable lé á), klarinet, trommur, annar trompet, trombón og tveir saxófónar, að ég held. Aðallega var leikin „utanað- músík“, stundum tilbrigði yfir gömul danslög. Auðvitað var engin músík samin og skrifuð handa þesari hljóm- sveit. Hver gat skrifað betur en þeir léku? Gufubáturinn Capitol hafði bundið festar við Girardóhöfða snemma um, haustkvöld. Ég hljóp niður eftir, af því að ég átti von á hinni frægu jazz- hljómsveit Tony Catalanós. Jimmy Cannon lék á klarinet og Lyle Sexton á trombón. En þegar ég kom á vett- vang, var hljómsveitin ekki að leika. Tony Catalano var að leita sér að píanóleikara. Einhver benti á mig. Hann sagði: „Lagsmaður, farðu í síð- buxur og komdu strax til baka, þú getur fengið vinnu í kvöld aðeins“. Ég vann lengi á Capitol. Allir í Davenport þekktu Bix Beid- erbecke, og allir trompetleikarar þar um slóðir stældu Bix, áður en frægð hans var komin til Chicago, hvað þá lengra. Kvöld eitt, þegar við lentum í Dav- enport, kom Bix um borð. Þá var hann nýbúinn að leika á plötu Riverboat Shuffle með Wolverines hljómsveitinni. Simmy Cannon og Lyle Sexton heils- uðu Bix með því að syngja sóló hans af plötunni. Bix tók cornet Tonys, en munnstykki bar hann á sér, settist og lék Eccentric og Skeleton Jangle með okkur. Hann notaði mestmegnis fyrsta spcldið, en beitti aðeins vörinni í stað hinna speldanna. Hver maður féll í stafi. Og þegar þessu var lokið, gekk hann yfir að píanóinu og lék Give Me a June Night, Baby Blue Eyes og Clarinet Marmalade, og allir stóðu gáttaðir. Ég sá Bix ekki aftur fyrr en kvöld- ið, sem hann byrjaði með Paul White- man. Ég man, að hann átti ekki „smók- ing“ og varð að fá hann að láni hjá Jimmy McPartland. Hann átti ekki hulstur utan um hljóðfærið, hornið var þakið spansltgrænu og Bix vafði það með dagblaði. Jazztónlistin er að teygja arma sína út meðal almenn- ings meir og meir með hverju árinu, sem líður. Það er nú fyrst í haust að dagblöðin hafa birt greinar um jazz- hljómleika, þar sem ekki hafa eingöngu verið talin upp nöfn þeirra, er leikið hafa. Hilmar Skagfield hefur tvívegis skrifað gagnrýni fyrir dagblaðið Vísir. í fyrra sinnið um fyrstu Jam-session Jazzblaðsins í haust og hið síðara um nýafstaðna jazzhljómleika. Smáleturs- dálkar blaðanna hafa einnig oft í seinni tíð gert jazzinn að umræðuefni ,jafnvel þó að „Víkverji Moggans" og prestur, sem honum skrifaði, álíti „Jóðl“ og annað slíkt jazz, þá verður ekki hjá því fyazzlLid 35

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.