Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 4
JUtur Sínionarion : ÍSLENZKIR HLJDÐFÆRALEIKARAR Svavar Gests Svavar Gests er fæddur í Reykjavík 17. júní 1926. Eftir barnaskólanám stundaði hann nám m. a. í héraðsskólan- um að Núpi, en lauk svo gagnfræðanámi hér í Reykjavík. Á þessum árum byrjar hugur hans að hneigjast að tónlistinni og keypti hann sér gullfallegt mandólín, sem hann átti þó ekki lengi, en seldi það dýrara en hann keypti og fyrir pening- ana fékk hann sér grammofón og um leið sýktist hann af þessari veiki, sem síðan hefur ekki látið hann í friði, sem sé „plötusöfnunardellu", og keypti hann sér allar þær jazzplötur, er hann komst yfir í verzlunum hér í bæ. Um líkt leyti byrjar áhugi hans fyrir trommum, sem fyrst fékk útrás á stól- um, borðum, diskum, glösum og fleiru, sem var við hendina í það og það skiptið. Haustið 1944 kynntist Svavar Kristjáni Kristjánssyni og lánaði Kristján hon- um trommusett, sem hann lék á í nokkur skipti um veturinn á skóladansæfingum og víðar með þeim Kristjáni, Gunnari Egils, Axel Kristjánssyni, Róbert Þórð- arsyni og fleirum, er byrjuðu þá að leika opinberlega um svipað leyti. Næsta haust byrjaði hann að leika ásamt Kristjáni Kristjánssyni, Róbert og Kristjáni Hanssyni píanóleikara í samkomusal mjólkurstöðvarinnar og lék hann þar um veturinn. Um vorið lék hann um mánaðartíma í Breiðfirðinga- búð. Hinn 1. júní 1946 fór Svavar til tón- listarnáms til Bandaríkjanna, ásamt Kristjáni Kristjánssyni. Stundaði hann nám í „Juilliard School of Music“ í New York um fjórtán mánaða skeið. Hann lærði aðallega á trommur, en einnig á xylafón, vibrafón og tympani (pákur) og var Moris Goldenberg aðal- kennari hans á öll þessi hljóðfæri. Einn- ig var hann í aukatímum fram til ára- móta hjá hinum þekkta trommukennara Henry Adler. Á námstímabilinu eyddi Svavar öll- um frístundum sínum frá æfingum og námi í að hlusta á jazzleikara, ef ekki í eigin persónu, þá í útvarpi eða af plöt- um, og gafst honum kostur á að sjá og heyra alla beztu jazzhljómlistarmenn Bandaríkjanna. Yrði of langt mál að telja þá alla upp hér, en þeir Red Norvo, Charlie Parker, Dizzy Gillespie og Shelly Manne eru í mestu uppáhaldi hjá hon- um. Hvað hljómsveitum viðvíkur er Ellington alltaf framarlega í flokki hljómsveita þeirra, er Svavar hefur mesta ánægju af að hlusta á. Áhugi Svavars fyrir plötusöfnun var mikill, meðan hann stundaði námið og fékk hann margar sjaldgæfar plötur í New York og bætti við safn sitt, er var talsvert að vöxtum áður en hann fór út. Eftir heimkomuna bætti hann enn mikið við safn sitt og mun nú eiga mesta plötu- safn hér af jazzplötum, bæði hvað 4 flazzllaM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.