Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 5
HARMONIKUSÍÐAN Charles Magn- ante fæddist árið 1905 í New York. Það kom snemma í ljós, að hann var músíkalskur, því að ávallt, er faðir hans byrj- aði að spila, en hann var álitinn snjall harmonikuleikari, byrjaði Charles að syngja. Seinna komst faðir hans að bví, að Charles æfði sig í laumi á har- monikuna og varð það til þess að hon- um var gefin harmonika í afmælisgjöf, þegar hann varð níu ára. Faðir hans sagði honum til á hljóðfærið, og varð upp frá því hans eini kennari. Fjórtán ára byrjaði hann að spila opinberlega, °g tveim árum síðar vakti leikur hans það mikla athygli, að honum bárust mörg tilboð um atvinnu. Hann tók þó ekki neinu þeirra, þar sem hann vildi l®va meira áður en lengra væri haldið. Þegar útvarpsstöðin WEAF var fyrst °pnuð, var Charles beðinn að spila, og var hann litlu síðar gerður meðlimur Roxy Gang. Frank Harling samdi jazz konsert, Sem í var erfið „cadenza" fyrir harmon- 'ku. Margir voru í'eyndir í það hlut- v'erk en engan var hægt að nota fyrr en Magnante kom til sögunnar. Hljóm- aveitarstjórinn, Erno Rapee, réði hann samstundis, og varð þetta merkisatburð- Ur í sögu harmonikunnar, því það var í Ritstj.: Bragi Hlíðberg fyrsta skipti, sem leikið var á hana, ásamt heilli symfóníuhljómsveit. Á und- anförnum árum hefur Charles Magn- ante leikið mest í útvarp, og er mjög vel þekktur á þeim vettvangi. Á tímabili lék hann í 32 mismunandi útsendingum eða prógrömum á viku, og má það til sanns vegar færa, að tæplega væri hægt að hlusta svo á útvarp frá New York, að ekki heyrðist einhvers staðar í Mag- nante. Hann hefur gefið út mesta fjölda af harmonikuútsetningum og leikið inn á margar plötur fyrir Brunswick og Victor félögin. Jóhannes Jóhannesson harmonikuleik- ari og harmonikuviðgerðarmaður, stóð eins og kunnugt er, framarlega í Har- monikufélaginu, sem einu sinni var. — Jóhannes hefur jafnan haft áhuga fyrir því, að harmonikuleikarar héldu hópinn eins og hægt væri, ræddu saman og leið- beindu hvorum öðrum. í þessu sambandi hefur Jóhannes mikinn áhuga fyrir, að nokkrir harmonikuleikarar komu saman og setji saman litla hljómsveit, sem reyni að æfa saman, þar til gerðar út- setningar. Þetta gæti orðið á all víð- tækum grundvelli, því að mikið er um harmonikuleikara, þannig að vel gæti komið til mála, að hér yrði um fleiri en eina hljómsveit að ræða. Þeir harmonikuleikarar, sem hefðu einhvern áhuga fyrir þessari ágætu hugmynd Jóhanesar, ættu að setja sig í samband við hann hið fyrsta.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.