Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 11
í Svíþjóð er sérlega góð söngkona, að nafni Alice „Babs“ Sjöblom. Hún er ágæt dægurlagasöngkona og mun betri jazzlaga og Be-bop söngkona. Margar uppfærslur um landið þvert og endilangt °g í útvarpinu, ásamt hljómleikum er- lendis og nokkrum plötum, hafa fært nianni sannanir um hina frábæru hæfi- leika hennar á, að syngja jazzmúsík. Þetta, ásamt hinni prúðu framkomu hennar, hefur gert hana að vinsælustu söngkonu Svíþjóðar. Það er einstaklega gott að vinna með henni, og get ég dæmt eftir eigin reynslu, því að mér hlotnaðist sá heið- ur að vera í hópi þeirra, sem uppgötv- uðu hana, er hún söng með hljómsveit uiinni aðeins sextán ára gömul, en síð- an eru um tíu ár. Nú orðið kemur hún BENNY AASLVND, fréttaritari Jazzblaðsins í Svíþjóð skrifar um sönglconuna: ALICE „BABS'1 SJÖBLOM mjög sjaldan fram opinberlega, og er leitt til þess að vita. Einnig hefur hún leikið í nokkrum kvikmyndum við miklar vinsældir. Þann 17. ágúst kom hún fram á „Gröna Lund“ í Stokkhólmi, og eins og vanalega vakti hún mikla hrifningu. Það var augljóst, að aðrar söngkonur hér geta mikið af henni lært, ef þær ætla að ná sömu frægð og hún. Ég hringdi í hana til að spyrja, hvort hún hefði nokkuð nýtt á prjónunum á næstunni: — Halló. — Já, þetta er frú Sjöblom. — Sæl vertu, þetta er Benny. — Nei, langt síðan maður hefur heyrt í þér, hvað er í fréttum? Og síðan tölum við fram og aftur og rifjum upp gamlar endurminningar, og svo: — Ég hringdi til að spyrja þig, hvort þú værir með eitthvað nýtt á prjónun- um. — Nei, ekki neitt. Ég hef ekki mik- inn tíma til að koma fram opinberlega, þar sem eiginmaðurinn og börnin standa í vegi fyrir þvi. En þau koma auðvitað fyi’st. Framh. á bls. 18. 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.