Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 12
Sitt lítið um hvern: Björn R. - H. Morthens - Pétur Guðj. Björn fer aftur í „Búðina". Björn R. Einarsson fór með hljóm- sveit sína í ferðalag norður í land þann 20. júní síðastliðinn og stóð ferðin í hálfan mánuð. Hljómsveitin hélt dans- leiki á 12 stöðum norðanlands og fékk allsstaðar mjög góða aðsókn og líkaði leikur hljómsveitarinnar mjög vel. Þann 9. ágúst fór hljómsveitin aftur í ferðalag til að halda dansleiki og stóð sú ferð einnig í hálfan mánuð. Farið var austur og norður og leikið á 9 stöð- um. í seinni ferðinni voru þeir Arni Elfar og Gunnar Ormslev ekki með. Árni var erlendis í sumarleyfi og lék því Björn sjálfur á píanóið í þeirri för, nema á Akureyri, þar var Magnús Pétursson píanóleikari á Hótel Norðurlandi feng- inn til að leika með, og eins Axel Krist- jánsson bassaleikari, er stjórnar hljóm- sveitinni á Hótel Norðurland. í stað Gunnars, sem ekki gat farið með vegna veikinda, fór Stefán Þor- leifsson. Á milli þessara tveggja ferða lék hljómsveitin að Hótel Borg í Reykja- vík, og eins hefur hún leikið á nokkrum stöðum á Suðurlandi í sumar, en hún hefur ekkert leikið í sumar í því húsi, sem hún er kennd við, Breiðfirðinga- búð. í byrjun september byrjaði þó hljómsveitin þar og mun leika þar í vet- og hún er á myndinni á næstu síðu. ur og mun skipun hennar verða sú sama Þó mun Haukur Morthens ekki vera með hljómsveitinni, en Björn mun í hans stað syngja með henni öðru hvoru. Haulcur Morthens fer til Englands. Haukur Morthens hinn landskunni söngvari fór til Englands 1 lok ágúst. Mun hann dvelja í London í nokkra mánuði, og sennilega skreppa til París- ar, ef tími vinnst til. Haukur fer aðallega til að skemmta sér, og mun hann dveljast á heimili systur sinnar, sem er búsett úti. Ekki taldi hann þó loku fyrir það skotið, að hann reyndi að afla sér frek- ari kennslu í söng, en þar kemur senni- lega til greina gjaldeyrisskortur, svo að ekki er að vita, hvort úr því verður. „Eitt er þó víst“, sagði Haukur, „að ég mun reyna að læra eins og mér bezt gengur, með því að hlusta á söngvara þarna ytra, því að af því má mikið læra, og eins mun ég reyna að komast í þann- ig sambönd, að mér takist sem bezt að fá send ný lög hingað heim, eftir að ég kem“. Pétur byrjar danslcennslu. Pétur Guðjónsson, sem reyndar er þekktari undir nafninu Pétur rakari, var fararstjóri hljómsveitar Björns R- í ferðum hennar í sumar. Hann leysti það erfiða og oft og tíðum vanþakk- Framh. á bls. 1S. 12 AazLLSii

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.