Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 15
Athugasemd frá A. Lorange Undirritaður átti nýlega fund með hljómsveit Aage Lorange í sambandi við grein, er birtist í 7.—8. tbl. Jazz- blaðsins, og hét grein þessi „Þrjár at- hugasemdir1'. Hljómsveitin var á eitt sátt um, að greinin væri ekki þess verð að svara henni, en þar sem allrangt er farið með Hiál, vill hún benda á, að forráðamenn Sjálfstæðishússins hafa aldrei synjað F. í. H. um daga til að halda dansleiki þar, en aftur á móti hafi umrædd grein gert sitt til að koma í veg fyrir að dag- ar fáist þar svo einhverju nemi í fram- tíðinni. Að nú séu dansleikir á vegum FÍH eingöngu haldnir í ,Húsinu' er líka vitleysa, því að strax og Aage Lorange tók við formannsstörfum í fjáröflunar- nefnd F. í. H., voru tveir dansleikir haldnir á öðrum stað, en báðir með tapi, enda hefur það sýnt sig, að dansleikir sem F. í. H. hefur haldið í Sjálfstæðis- húsinu, hafa aflað félaginu góðra tekna, og það jafnvel, þótt þeir hafi verið haldnir í miðri viku. Einnig vill hljómsveitin benda á, að ummæli þau, er koma fram í umræddri grein, um trommuleikarann í Ingólfs- café, séu hreinn atvinnurógur, og ekki takandi mark á, enda vili hljómsveitin halda því fram, að maður sá, sem hér um ræðir, sé mjög fær kontrabassaleik- ari og að það, sem hermir í greininni séu rakalaus ósannindi. Auk þess finnst hljómsveitinni það mjög rangt gert af ritstjóra blaðsins, að hafa nokkurn tíma birt grein þessa, svo rótarleg sem hún var, og sé þetta mjög slæmt út á við fyrir hljóðfæra- leikara, að slíkur þvættingur skuli á borð borinn í blaði, sem að nokkru leyti er málgagn þeirra. Um annað í grein þessari hirðir hljómsveitin ekki að svara, en vill minna höfund hennar á, að sé hann meðlimur F. í. H., skuli hann kynna sér stefnu- skrá félagsins, en í henni stendur: að félagsmenn skuli stuðla að góðri sam- vinnu sín á milli og prúðmannlegri framkomu. Einnig væri honum gott að athuga dálítið landslög og mannasiði. En síðast en ekki sízt, að reyna að öðl- ast það hugrekki, að þora að vera í dagsljósinu næst, þegar hann finnur þá köllun hjá sér að vera dómari í mál- um, sem hann þykist hafa vit á. Vera má, að það hafi verið skyssa að birta grein þessa, hins vegar skal á það bent, að gagnrýni á jafnan rétt á sér, þó að hér hafi verið full gróft tekið í árina. Vonandi er, að nú séu allir ánægðir. Greinarhöfundur hefur komið því á framfæri, sem hann óskaði. Þeir, sem hann gagnrýnir, hafa hreinsað sig af því, er þeir telja vert að minnast á, og undirritaður þykist hafa gert hreint fyrir sínum dyrum með þvi að viður- kenna, að greinin hefði ef til vill mátt fara í ruslakörfuna. S. G. $a-.ÁUd 15

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.