Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 16
BANDARÍKIN ★ Fats Navarro trompetleikari, einn allra bezti Be-bop leikarinn, sem fram hefur komið, lézt úr berklum í New York fyrir nokkrum vikum, aðeins 26 ára gamall. Hljóðfæra- leikarar og nokkrir jazzunnendur í New York sáu um allan kostnað við útförina. (Sjá nánar grein um Na- varro á bls. 14 í þessu hefti). ★ Red Norvo, hinn heimsfrægi vibra- fónleikari, er nú með eigið tríó, sem leikur í næturklúbb í Hollywood. Norvo segist aldrei hafa verið eins ánægður með hljómsveit sína og nú. Með honum eru Ted Farlow á guitar og Red Kelly á bassa. ★ Ralp Flannagan hljómsveitinni, sem sem minnst var á, fyrir nokkrum mán- uðum í þessum dálkum, aukast vinsæld- ir dag frá degi. Líklega á hún eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit ársins þar ytra. ★ Stan Getz, er varð númer eitt á tenór- saxófón í kosningum Bandaríska tón- listarblaða síðastliðið ár, þá aðeins tutt- ugu og þriggja ára, leikur nú mikið inn á plötur með litlum hljómsveitum. Plöt- ur þessar eru allar skínandi að gæðum, eftir því sem Bandarískir gagnrýnend- ur segja og má fullyrða, að Stan sé í sérflokki meðal jazzleikara í USA þessa mánuðina. ★ Charlie Parlcer altó-saxófónleikari kom fram nýlega á næturklúbbnum Birdland í New York með þá einkenni- legustu hljómsveit, sem enn hefur heyrzt leika jazz. Skipun hennar var þrjár fiðl- ur, celló, óbó, harpa, píanó, bassi og trommur, ásamt Parker. Þetta er sama hljómsveitin og Parker hafði leikið með nokkru áður inn á plötur fyrir „Mer- cury“. ★ Jo Jones trommuleikari og Shadow Wilson hafa nóg að gera með að leysa hvorn annan af í hljómsveitum. Þegar Jo hætti hjá Basie fyrir rúmu ári, tók Shadow við og fór Jo þá til Illinois Jacquet, en þar hafði Shadow verið. Síðan hafa þeir skipt aftur og enn eru þeir að skipta, þ. e. a. s. Shadow er ný- hættur hjá Jacquet og Jo tók við. ENGLAND ★ Franlc Sinatra hefur sungið í London í sumar og vakið geysimikla athygli. Má segja að útselt hafi verið á hverri einustu sýningu, er hann kom fram á, og var það á „Palladium". Jack Baver- 16 $aIzlLí:i

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.