Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 18
ALICE ,,BABS“ SJÖBLOM Framhald af bls. 11. — Já, skiljanlega, en þar sem ég ætla að kynna þig fyrir lesendum Jazzblaðs- ins á Islandi, þá máttu til með að láta mig fá mynd af þér. — Já, með sannri ánægju. Ég hef lesið mikið um ísland í blöðunum undanfar- ið. Ég hef mikinn áhuga fyrir landinu, og ég held, að þar sé margt skemmtilegt að sjá. (Samtalið fór fram, þegar þeir Huseby og Torfi börðust um, og unnu meistarastigin í Briássel). — Ég er þér sammála. Ég er meira að segja að hugsa um að bregða mér þangað við tækifæri. — Og mig langar sannai’lega líka. — Jæja, hvað segirðu mér af hinum mörgu plötum þínum — hver heldur þú að sé bezt? — .......Löng þögn.........og síðan: Þessu er erfitt að svara. Maður er aldrei fullkomlega ánægður með það, sem maður gerir og finnst alltaf, að það hafi verið hægt að gei'a betur. — Já, ég skil þig vel. En svo ég snúi spurningunni þá við: Hvaða plata held- ur þú að sé minnst gölluð? —........Þögn aftur....Ja, hm. ..., „Blues for yesterday“, sem ég söng inn fyrir tveimur árum. Eða það held ég. — Já, jæja, ég þakka þér kærlega fyrir og ég vonast til að geta komið því í kring, að plötur með þér verði leiknar í jazzþætti, sem Jazzklúbbur íslands mun sjá um í íslenzka útvarpinu og geta íslendingar dæmt söng þinn sjálfir. — Þakka þér fyrir og mundu eftir að skila mínum beztu kveðjum. — Og geri ég það hér með og læt minar fljóta með. B. A. PÉTUR GUÐJÓNSSON Framliald af bls. 12. láta starf vel af hendi, og er hér um brautryðjendastarf að ræða, ef þannig má komast að orði, því að í þessari ferð, er það í fyrsta sinn, sem notaður er sérstakur farar- eða öllu heldur framkvæmdarstjóri til að létta á störf- um stjórnanda hljómsveitarinnar. Pétur hefur nokkuð fengizt við hljóð- færaleik undanfarna tvo vetur og hef- ur hann leikið á trommur. Hann er samt öllu þekktari sem dansari og hef- ur sennilega varla nokkur reykvíking- ur komið á dansleik, svo að ekki hafi hann séð Pétur þar. Margir hafa farið fram á það við Pétur, að hann kenndi þeim, og er víst unga fólkið þar í meiri hluta. Pétur er að hugsa um að láta loks verða af þessu og taka upp kennslu í næsta mánuði, ef allt gengur að óskum með útvegun á húsnæði og fleiru. Hann mun þó aðeins fyrst um sinn taka þá í tíma, er eitthvað eru komnir áleiðis í listinni að dansa „jitterbug'S en síðar meir tekur hann ef til vill að sér að kenna byrjendum. 18 JatMalá

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.