Jazzblaðið - 01.02.1951, Síða 23

Jazzblaðið - 01.02.1951, Síða 23
★ Red Norvo-tríóiiS hefur vakið mikla eftirtekt í Bandaríkjunum undanfarið. Norvo, sem er í hópi hinna eldri jazz- leikara hefur aldrei leikið betur en nú, eftir því sem jazzgagnrýnendur segja. — Hann leikur með þeim Ted Farlow guitarleikara og Charlie Mingus bassa- leikara, sem báðir voru til þess að gera óþekktir áður en þeir byrjuðu í tríóinu, en eru nú orðnir víðfrægir fyrir hinn afburða leik sinn með tríóinu. Nýlega hefur tríóið leikið inn á nokkrar plötur, sem seljast mjög vel. ★ Coleman Hawkins, er bráðlega verður 45 ára gamall, er einn hinn allra vinsælasti jazzleikari í Bandaríkjunum. — Hann leikur nú með hinum þekkta hljómleikaflokki, ,Jazz at the Philharmonic' og vekur leikur hans eins og áður hvarvetna mikla hrifningu. ★ Anita O’Day, sem fyrir nokkr- um árum söng með Gene Krupa hljómsveitinni og gerði þá margar góðar plötur með henni, kemur nú eingöngu fram sem sjálfstæð söngkona. Söng hún fyrir nokkru í hin- um fræga næturklúbb í New York, ,Café Society'. ★ Bud Powell píanóleikari, sem sumir álíta vera fremsta ,Be-bop‘- píanóleikarann, í þessa orðs fyllstu merkingu, hefur undanfarið leikið á „Birdland" og þó hann sé löngu orðinn þekktur þá vakti leikur hans mjög mikla athygli. SVÍÞJÓÐ ★ Fréttdbréf frá Benny Aas- lund. Roy Eld- ridge, bandaríski trompetleikarinn, er á hljómleika- ferðalagi í Sví- þjóð með sænskri j azzhi j ómsveit.— Charlie Parker er aftur farinn til Bandaríkjanna, en hann lék hér aðeins í stuttan tíma fyrir jólin. Hann lék einnig í Danmörku, þar sem hann heyrði í söngkvartettinum „Gott- lieb kvintett“, sem Parker sagði, að væri sá bezti söngkvartett, sem hann hefur ^azzUaíií 23

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.