Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 4
ISLENZKIR HLJDÐFÆRALEIKARAR: HARALDUR GUÐMUNDSSON Haraldur Guðmundsson er fyrir löngu kominn í hóp hinna þekktustu hljóðfæra- leikara hér á landi, en þrátt fyrir það hef- ur lítið borið á nafni hans í Jazzblaðinu. Ástæðan fyrir þessu er sennilega sú, að allt frá því að blaðið hóf göngu sína hefur Haraldur dvalið utan Reykjavíkur. Nokkru eftir að blaðið kom fyrst út flutti Harald- ur til Vestmannaeyja, þar sem hann hefur starfað síðan. Haraldur fæddist í Vestmannaeyjum 30. júlí 1922, en fluttist til Reykjavíkur átta ára gamall. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann fór að leika á hljóðfæri, þó að sú spilamennska hafi ekki verið upp á marga fiska, eftir því sem hann segir sjálfur frá. Það var bæði til mandólín og banjó heima hjá honum og fimm ára gam- all var hann farinn að leika á þau. Þegar hann kom til Reykjavíkur hélt hann áfram hljóðfæraleiknum og nokkru innan við ferm- ingu fór hann að læra á fiðlu. I barnaskóla söng hann í drengjakór, sem Jón Isleifsson stjórnaði og var á sínum tíma vinsæll með- al bæjarbúa. Haraldur var m. a. formaður kórsins í tvö ár, en í kórnum söng hann alls í fjögur ár. Fyrsti dansleikurinn, sem Haraldur lék á, var á Eyrarbakka. Lék hann þá á banjó og fiðlu, en hinir tveir, sem léku með hon- um, voru með harmoniku og orgel. Um svipað leyti, eða þegar Haraldur var sextán ára, fór hann að læra á trompet hjá Karli O. Runólfssyni, sem þá, eins og nú, stjórn- aði Lúðrasveitinni Svanur, og fór Haraldur brátt að leika með sveitinni. Haraldur fór jafnframt að gera meira af því að leika á dansleikjum, en þó hvergi í fastri hljómsveit. Eins og flestir, sem eru að byrja, lek hann á skóladansæfingum og öðrum minniháttar dansskemmtunum. Lék hann talsvert mikið með Róberti Arnfinns- syni, sem lék á harmoniku, eða þá píanó, ef því var að skipta. Það var ekki fyrr en sumarið 1941, sem Haraldur lék fyrst í hljómsveit, og var Róbert þá með honum ásamt Karli Karls- syni, sem lék á trommu og Gunnari Krist- jánssyni, sem lék á harmoniku. Haraldur lék bæði á trompet og banjó og lítilsháttar á fiðluna. Þeir léku á Siglufirði og hljóm- sveitina kölluðu þeir hinu sérstæða nafni „Black boys". Haraldur vildi ekki segja mér, hvort það var vegna þess, að músikin hafi verið svona nátengd negrunum, eða bara að þeir hafi verið svona óhreinir í síldinni á Sigló. Þegar heim kom hélt Har- aldur áfram í hinum svonefnda „lausa- bisness", en um vorið 1943 byrjaði hann að leika í Góðtemplarahúsinu, en þar var hann þó ekki nema til haustsins. Aftur tók „lausabisnesinn" við, nú með nýjum mönn- um, skólastrákum, sem voru að byrja að vinna sér inn nokkrar krónur um helgar með því að leika fyrir dansi. Haraldur átti eftir að leika oft og mörgum sinnum með þessum piltum, þeir voru Axel Kristjáns- son, Gunnar Egilson og Árni ísleifsson. Ári síðar bættust þeir Guðmundur og Björn E. Einarssynir við hljómsveitina og þá varð til hljómsveit Björns R. Einarssonar, sem fór að leika í Listamannaskálanum. Har- 4 JazMaíiá .

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.