Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 5
aldur lék í hljómsveitinni allt þangað til hann fluttist til Vestmannaeyja fyrir rúm- um tveimur árum. Haraldur sat ekki lengi auðum höndum þegar til Eyja kom. Lengi hafði vantað góða danshljómsveit í Samkomuhúsið og tókst Haraldi á undraverða skömmum tíma að ná saman prýðilegri hljómsveit. Þurfti hann m. a. að kenna sumum piltanna á hljóðfærin áður en nokkuð var hægt að gera. í hljómsveitinni voru fyrst með Haraldi Guðni Hermansen á tenór, Gísli Bryngeirs- son klarinet, Haraldur Baldursson guitai', Sigurður Guðmundsson trommur og Alfreð W. Þórðarson píanó. Nokkru síðar tók Jón Steingrímsson við af Alfreð og enn síðar Gísli Brynjólfsson við af Haraldi Baldurs- syni. í vor tók Arni Elfar sæti Jóns Stein- grímssonar, er hann fórst í flugslysi á hinn vofeiflegasta hátt, eins og alla rekur minni til. Þá stækkaði hljómsveitin ennfremur við það, að Axel Kristjánsson bassaleikari, æskuvinur Haraldar og samstarfsmaður í hljómsveit Björns R., bættist við með bassa, og hét hljómsveitin nú ekki lengur H. G,- sextetinn, heldur hljómsveit Haraldar Guð- mundssonar. Þegar Haraldur fór burt úr Reykjavík lagði hann niður stjórnandastörf við Mandó- linhljómsveit Reykjavíkur, sem blómgvast hafði mjög undir stjórn Haraldar, sem að Hljómsveit Haraldar Guðmundssonar. Frá vinstri, fremri röð: Gísli Bryngeirsson, Guðni Hermansen, Haraldur Guðmundsson og Axel Kristjánsson. Aftari röð: Sigurður Guðmundsson, Gísli Brynjólfsson og Árni Elfar. nokkru leyti má marka á því, að við brott- för Haraldar lagðist hið margþætta starf hljómsveitarinnar niður, og hefur ekkert frá henni heyrzt síðan. í Eyjum hefur Har- aldur Guðmundsson engu að síður haldið merki tónlistarinnar hátt en í Reykjavík. Hann stjórnar góðri danshljómsveit eins og áður hefur verið nefnt, ennfremur hef- ur hann stjórnað stórum kór þar um nokk- urt skeið, hann hefur auk þess leikið á trompet með hinni fyrirtaks góðu Lúðra- sveit Vestmannaeyja. Auk alls þessa hefur hann gefið sér tíma til að koma fram á skemmtunum sem mandólíneinleikari og hefur þá Oddgeir Kristjánsson aðstoðað hann á guitar, en eins og margir vita, lék Oddgeir í mörg ár fyrir dansi í Vestmanna- eyjum, en hefur nú í seinni tíð aðallega helgað sig Lúðrasveitinni, sem hann hefur stjórnað af mikilli röggsemi. Svo aftur sé vikið að hljómsveit Harald- ar, þá gafst undirrituðum gott tækifæri til að hlusta á hana fyrr á þessu sumri og skal hiklaust fullyrt, að hún er í hópi beztu danshljómsveita, er nú starfa hér á landi. Þeir félagar í hljómsveitinni tóku sig til og endurbættu Alþýðuhús Vestmannaeyja, sem verið hafði í mikilli niðurnýðslu. Er það nú orðið eitt vistlegasta samkomuhús hérlendis. Hljómsveitin hætti að leika í Samkomuhúsi Vestmannaeyja seinnipart Framh. á bls. 7. #a„l,UiÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.