Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 11
ican society of composers and publishers", eins konar STEF Bandaríkjanna, en þeir eru sem kunnugt er ekki í Bernarsamband- inu. Rit þetta skýrir á einkar fróðlegan hátt frá stofnun og starfsemi þessa félags- skapar og eru margar myndir notaðar í því augnamiði. Félagið var stofnað 1914 af 188 stofnendum, en nú eru í því 2600 meðlimir. Núverandi forseti félagsins er Otto A. Harbach. HEIMA, Þjóðhátíðarlagið 1951. Lag: Oddgeir Kristjánsson, Ijóö: Ási í Bæ. Verð kr. 10,00. Eins og að framan getur er þetta Þjóð- hátíðarlag' ' Vestmannaeyinga þetta árið. Oddgeir hefur samið lag fyrir hverja þjóð- hátíð, en ekkert þeirra hefur verið gefið út fyrr. Lag- þetta er einkar fallegt, senni- lega of fallegt til að geta orðið vinsælt sem danslag. Ljóðið er eftir Ása í Bæ, sem oft- ast hefur gert ljóðin við lög þau, er Odd- geir hefur samið. Útsetning lagsins er gerð af R.A.O., sem okkur skilst að sé skamm- stöfun á Róbert Abraham Ottóssonar. Lag- ið er prentað í Eyjum og er stór mynd þaðan framan á því. Wesen und gestalten der jazz-musik. Eftir Dr. Dietrich Schuls-Köhn. Dr. Schulz-Köhn, er lesendum Jazzblaðs- ins vel kunnur fyrir ágætar greinar, sem hann hefur skrifað fyrir það. Hefti það er hér greinir frá, er skrifað af hans alkunnu nákvæmni og sýnir, að hann ber manna bezt skin á þá hluti er hann skrifar um. Heftið er 32 þéttprentaðar blaðsíður. Blaðið mun reyna að útvega nokkur hefti óski nógu margir eftir að fá það. Eru menn beðnir að snúa sér til afgreiðslunnar með pantanir á því. Ekki er hægt að segja að svo stöddu um verðið, en það verður að öllum líkindum mjög lágt. Músík-þœttir í erlendum útvarpsstöðvum Október (sumartími). Guðm. Kr. Björnsson tók saman. BBC: F. hádegi 25—31 m., E. hádegi 13—16— 19—25 m. og Kvöld 25—31 m. r — 15 mín., b = 30 mín., c = 45 mín. Sunnud.: 7.45 b John Bulls band. 15.00 c Jazzlög (finnskt, 25 m). 15.30 b „Educating Archie". 18.30 b John Bulls band. 19,30 b Jazz (franskt, 31—41 m). 21,15 c Óskalög. 23,30 a Píanólög. Mánud.: 11,30 b John Bulls band. 14.15 c Njar plöturý. 15.30 b „Crazy People". Þriðjud.: 11.30 b Óskalög. 12.00 c V. Silvester. 20.45 a Píanólög. 22,00 a Rhythm Renezvous. Miðvikud.: 7.45 a Rhythm Renezvous. 14.15 d Skemmtiþáttur. 16.30 b Tip-Top lög. 21.15 c Nýjar plötur. Fimmtud.: 15.30 b Jazzplötur. 16.30 b Óska- lög. 20.15 b Jazzplötur. Föstud.: 8.15 a Píanólög. 15.30 b Óskalög. 20.15 b „Educating Archie“. Laugard.: 11.30 b Óskalög. 13.15 c Óskalög. 20.15 b „Romance and Rhythm on records" (VA-25,15 m). 20,30 b Tip-Top lög. 22,00 c V. Silvester. Light Programme — 1500 m (200 kc/s) og 247 m (1,214 kc/s). Laugard. kl. 16.30 eða 17.00 Jazz. Kl. 21,20— 22,00 (mánud.—föstud.) og 21,15—22,56 (laug- ardaga). Hljómsveitir. 23.05—24.00 (fimmtud.) Jazz í Þýzkalandi, 522 m (575 kc/s) og 49,75 (6,03 mc/s). 23,05—1,00 (virka daga) Danslög í V. Berlin, 303 m (990 kc/s). 23,30—24,00 (virka daga). Hljómsveit í Ham- borg, 309 m (971 kc/s) og 41,15 m (7,3 mc/sj. VOICE OF AMERICA U.S.A. 13—16—19—25 m. Endurútvarp 1 Múnchen. 25—31—41—49 m. Sunnud. 21,45 b Bin Crosby Show. Mánud. 21,45 b Jazz Club. Þriðjud. 15,00 a Jam Session; 17,15 b Make Believe Ballroom. MiÖvikud. 16,45 b Jo Stafford Show. Föstud. 15,00 a Jo Stafford Show; 16,45 a Jam Session. Laugard. 17,15 b Your Hit Parade. 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.