Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 13
Það sem annars er athyglisverðast við hljómsveitina er það, að litlar sem engar breytingar hafa farið fram innan hennar í öll þessi ár. Einar B. Waage hætti reynd- ar eftir nokkra mánuði og kom Þórhallur Stefánsson í stað hans, en hann var heldur ekki lengi, þar sem hljómsveitin var minnk- uð niður í sex manns og hefur verið þann- ig skipuð síðan. Eina breytingin sem orðið hefur á þeirri skipan er, að Ólafur Péturs- son hætti fyrir rúmum tveimur árum og Jóhann Gunnar Halldórsson kom í hans stað. En nú fyrir stuttu urðu alvarlegri og uggvænlegri átök innan hljómsveitarinnar. Vegna skerðinga á vínleyfum til samkomu- húsanna varð að minnka hljómsveitina um einn eða jafnvel tvo menn. Skafti Sigþórs- son hætti alveg og Jóhann Gunnar leikur aðeins með á dansleikjum, en þeir eru þeg- ar þetta er ritað aðeins tveir í viku, hina dagana er „restrasjón". Síðan „Bláa Stjarnan“ byrjaði sýningar sínar í Sjálfstæðishúsinu hefur hlutverk hljómsveitarinnar vaxið að mun. Mörg at- riðanna hafa staöið og fallið með hljóm- sveitinni og hefur Þorvaldur þá aðallega lagt hugmyndir af mörkum, sbr. „Gólettó", sinfóníuna frægu og fleira og fleira. Fyrir þremur árum var oft útvarpað dansmúsik beint frá dansleikjum eða skemmtunum, sem haldnar voru í Sjálf- stæðishúsinu. Líkaði þetta sérstaklega vel og bárust hljómsveitinni tugir ef ekki hundruð þakkarbréfa í sambandi við þetta. Eins hefur hljómsveitin í nokkur undan- farin ár leikið á hátiðahöldunum hér í Reykjavík 17. júní og hefur leikur hljóm- sveitarinnar þá sem endranær líkað mjög vel. Vonandi er, að hljómsveitin geti aftur, og það sem fyrst, orðið sex manna hljóm- sveit. Þannig hefur hún lengst af verið og þannig varð hún einmitt vinsælust. — S. G. Sagt í •fazzlilaðinu Úr grein um jazz í Los Angeles. „ ... Af hinum yngri jazz-stjörnum fannst mér ung- ur negri að nafni J. J. Johnson einna bezt- ur. Hann leikur á trombón af þvílíkri tækni, að ég hélt að slíkt væri alls ekki hægt á þetta erfiða hljóðfæri". ^ Róbert Þórðarson, i. tbl. ’49. Mynd þessi var tekin af Kristjáni Magnússyni píanóleikara eftir einn kappleikinn, sem knatt- spyrnuflokkur F. 1. H. há'ði í sumar. ^azzlLSii 13

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.