Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 16
JÓN M. ÁRNASON: JAZZHUGLEIÐINGAR Erindi Jlutt á fundi hjá Jazzklúbbi islands fyrir nokkrum mánuðum. Það var hérna á árunum fyrir stríð, þegar maður var í Gagnó. Ég var nýbúinn að eignast fyrstu Tiger Rag plötuna mína, og hún var auðvitað spiluð í tíma og ótíma frá því maður kom úr skólanum eða af biljardnum, og langt fram á kvöld. Plata þessi var leikinn af hljómsveit, sem hét Jungle Band, og lengi vel héldum við kunn- ingjarnir að Goodman léki þar á klarinett, Dorsey á básúnu, Waller á píanóið, Haw- kins á saxófón og Armstrong á trompet. Þetta var nefnilega fjandans ári góð plata, leikin af hljómsveit Ellingtons, eins og við fréttum síðar. En sem sagt, jazzdellan var búin að heltaka mann, og þegar tekizt hafði að slá fátæka foreldra um þríkall, var strax lagt af stað í hljóðfærahúsin og keypt plata, því þá fengust þær, enda þótt erfið- leikarnir fyrir þjóðfélagið væru þá sízt minni en nú, enda krepputímar, eins og alltaf. Þá hafði Aage Lorange hljómsveit í Iðnó, Karl 0. Runólfsson spilaði í Odd- fellow. Aðallagið á dansæfingum var Mood Indigo, og á Borginni lék frægur snilling- ur, Rosbery, hann var svo snjall, að hann breiddi svartan dúk á nótnaborðið og spil- aði eins og engill, stundum með rassinum. Þessa snillinga heyrði maður tæplega oftar en einu sinni til tvisvar á ári, en heima þurfti ekki annað en trekkja upp og spila Tiger Rag og fleiri góð lög, á hundrað kílómetra hraða. En einn góðan veðurdag, þegar ég kom heim úr skólanum, verður mér litið í „Poli- tiken“, og þar stendur stórum stöfum: Jass- en er ved at de, hvað útlegst, jazzinn er í andarslitrunum. Þetta voi'u Ijótar fréttir, en það var ekki um að villast, þarna var viðtal við danskan tónsnilling, sem var að koma heim frá Bandaríkjunum, og hann hafði heyrt dauðahryglurnar. Seinna kom í ljós, að þetta var eitthvað orðum aukið, jazzinn hresstist furðanlega eftir þetta á- fall, og samkvæmt síðustu fréttum er hann talinn við góða heilsu, og hefur kannski aldrei verið sprækari. Ég hef síðar komizt að því, að þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skiptið, sem jazzinn dó. Allt frá því hann var í heim- inn borinn á knæpum í New Orleans, fram á þennan dag, hefur hann verið að deyja í blöðum og tímaritum, og nú er hann kom- inn í Carnegie Hall, og orðinn myndar pilt- ur. Þessu tíðu dauðsföll munu orsakast af því, sem enskir kalla whisful thinking. Á stríðsárunum 1914—1918, var jazzinn um Jón M. Árnason. 16

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.