Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 19

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 19
SITTHVAÐ UR EYJUM í vor dvöldum við nokkrir hljóðfæraleik- arar úr Reykjavík í Eyjum og lékum í Sam- komuhúsi Vestmannaeyja í nokkrar vikur. Hljómsveit Haraldar Guðmundssonar, sem leikið hafði í Samkomuhúsinu undanfarin ár, hafði tekið að sér rekstur Alþýðuhúss- ins, þar sem þeir léku jafnframt. Höfðu þeir gert húsið hið vistlegasta. Stærðar málverk blöstu við er inn í Alþýðuhúsið kom og hafði Guðni Hermansen, tenóristi hljóm- sveitarinnar, gert þau. Reksturinn á hús- inu gekk, að því er mér skildist, allvel og vir'tist allt benda til að þannig yrði það áfram. Hins vegar er ekki það margt fólk í Eyjum, að tvö samkomuhús geti borið sig sæmilega, en mest allan ársins hring er þarna mikið af aðkomufólki svo að það bætir nokkuð úr skák. Einn sunnudag höfðum við „jam-session“ í Alþýðuhúsinu og léku þar hljómsveitirnar úr báðum húsunum í mismunandi flokkum. Mikið af fólki kom til að hlusta, og var það aðallega ungt fólk, og virtist það hafa mikla ánægju af því sem fram fór, og gera sér grein fyrir hvað væri gott og hvað ekki. Hefði verið ánægjulegt að hafa fleiri „sess- ionir“, en úr því varð aldrei. A þessari „session" söng Jón Þorgilsson nokkur lög með hljómsveit Haraldar. Hann hefur nokk- uð fengist við það að syngja danslög. Hef- ur hann djúpa og fallega rödd, minnir á sama stofninum, sem sífellt er að dafna og blómgvast. Ég veit, að jazzklúbburinn okkar verður góður jazzklúbbur, og vil að lokum minna á orð, sem Rex Stewart viðhafði, þegar brezkir jazzforingjar voru að pumpa hann um álit á hinum ýmsu stefnum í jazzi: You ought to talk less, and listen more. Jón M, Árnason, meira að segja dálítið á Billie Eckstine, maður talar nú ekki um, þegar hann syng- ur lög, sem Eckstine hefur sungið á plötur. En nokkuð fannst mér vanta á, að Jón sé eins góður og hann gæti verið. Það sem helzt virðist há honum er, að hann er ekki nógu öruggur á innkomur, heldur ekki nógu rhythmiskur. Eins viil honum hætta til að vera flár. Þetta allt gæti hann lagað, ef hann legði áherzlu á það og getur hann þá hiklaust komist langt sem dægurlagasöngv- ari. Einn sunnudagseftirmiðdag buðu tveir ungir menn okkur heim til sín, að hlusta á jazzplötur. Þetta voru þeir Haukur Gísla- son, sem er útsölumaður blaðsins í Eyjum, og um leið lang ötulasti útsölumaður blaðs- ins á landinu, og Erling Ágústsson félagi Hauks. Báðir hafa þeir mikinn áhuga fyrir jazz, enda gáfu plöturnar það til kynna. Þar var aðeins það bezta á boðstólnum. Haukur leikur á klarinet og er hann í Lúðrasveit Vestmannaeyja. Erling semur aftur á móti danslagatexta í frístundunum, margir þeirra eru þekktir í Eyjum. Hann var svo vingjarnlegur að leyfa blaðinu að birta nokkra texta eftir sig og má finna þá á öðrum stað í blaðinu. Það má ekki skrifa svo um músik í Eyj- Jón Þorgilsori. Erling Ágústsson. #a*MaSié 19

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.