Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 21

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 21
Hljómsvcitarumsögn 2: Hljómsveit Björns R. Einarssonar Þar sem átta manna hljómsveit Björns R. Einarssonar hefur hvergi leikið opinber- lega hér í Reykjavík undanfarna mánuði hefur varla nokkrum Reykvíking* gefizt kostur á að heyra í henni, fyrr en á hljóm- leikum þeim, er hljómsveitin hélt í Austur- bæjarbíói miðvikudaginn 19. september s.l. Áður en ég tek til að skrifa um leik hljómsveitarinnar á hljómleikum þessum, tel ég rétt að benda á nokkur atriði varð- andi hljómleikana, sem ég tel, að hiklaust verði að koma fram fyrir almennings sjónir. Þekking almennings hér á jazzhljómlist er lítil og ekki breyttu þessir hljómleikar því til batnaðar. Hljómsveit Björns R. Einarssonar auglýsir „Jazzhljómieika", en á þessum sömu „Jazzhljómleikum“ heyrum við dægurlög eins og „To Young“, „Senora“, „If“ og „Good lock ... “. Þetta dægurlaga- safn eyðilagði kvöldið fyrir mörgum traust- um jazzáhugamanninum. Sem „Jazzhljómleikar“ var þetta alveg misheppnað. En aftur á móti sem „Show“ eða „Kabarettsýning“ (Sbr. brandarar hjá kynni, leikþáttur o. fl.) með nokkrum góð- um jazzlögum inn á milli, gat þetta gengið.. Þetta gefur fólki ranga hugmynd um, hvað jazz er. Og svo spyr fólk ennþá áfjáð- ara en áður: „Hvað er þá jazz, og hvað er ekki jazz?“ Þetta var illa gert gagn- vart jazzinum fyrst og fremst, og síðan gagnvart fólkinu, sem keypti sig inn á jazz- hljómleikana. Hljómsveit Björns R. Einarssonar opnaði hljómleikana með „Opus One“, lagi eftir Sy Oliver. Það gætti töluverðs óstyrks í þessu fyrsta lagi þeirra og virðist sem hljómsveitin sé ekki búin að ná ýmsum köflum í laginu þrátt fyrir að hún hafi leikið þetta lag mikið áður, m. a. á hljóm- leikum hér fyrr á árinu. „Barbados" var annað lagið, lagleg unis. Bop-lína eftir Charlie Parker, byggð upp á blueshljómuin. Ormslev átti smekklega ten- órsóló, síðan kom gamli bluesinn hans Magga P., með vinstri hendi ,og öllu!! Lag þetta hefði átt betur við í sextettinum, sem kom síðar fram. Þá kom „Gone with the windmilT', enskt hálf-bop eða sölu-bop, laust í i'eypunum. Það var allt of mikið um „ensamble“, eng- ar skemmtilegar sólóar. Vilhjálmur átti reyndar altó-sóló, sem var brot, sitt úr hverri áttinni. Áður fyrr var Björn með kveðjulag, sem heitir „Memories of you“. Hér var það í breyttri og betri búningi. Jón Sigurðsson trompetleikari virðist vera í stöðugri fram- för síðan hann fluttist til Reykjavíkur. Hann lék fallega og góða sóló í þessu lagi, með miklum krafti, og skyldi hann temja sér meira af því taginu. Ormslev átti einnig mjúka, góða sóló. Næst kom „Ool Ya Iíoo“ eða „Hljólalaus strætisvagn" eins og kynnir kallaði lagið (en liann var Svavar Gests). Hann hitti naglann alveg á höfuðið í þetta sinn, þar sem mikið vantaði á að þetta væri boðlegt á hljómleikum. Næst kom dægur- lagið „Too Young“ sungið af Birni. Síðasta lagið fyrir fyrra hlé var „Two bass hit“ með Jón Sigurðsson sem einleikara á bassa. Þetta lag' er úr sömu útsetningaseriu og „Ool Ya Koo“. Hljómsveitin lék alltof sterkt 21

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.