Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 4
Enskur tenór-saxófónleikari RONNIE SCOTT bezti jazzleikari Evrópu leikur hér í haust Hinn frægi jazzleikari, Ronnie Scott, hefur verið ráðinn til að leika hér á hljómleikum í haust. — Hljómleikarnir verða sennilega haldnir síðast í ágúst. Ronnie mun dvelja hér á landi í viku og koma fram úti á landi, ef því verður við komið. Eftir að Jazzklúbburinn hafði fengið þá Lee Konitz og Tyree Glenn til að leika hér, fengust fullar sannanir fyrir því, að óhætt væri að halda áfram á sömu braut, þ. e. a. s. að fá einleikara til að koma hingað til að leika með að- stoð innlendra jazzleikara. Að fá hingað heila hljómsveit er alltof kostnaðarsamt, þó að það hafi verið hægt fyrir nokkr- um árum. Sá jazzleikarinn, sem ákveðið var að reyna að fá næstan var enski tenór- saxófónleikarinn Ronnie Scott. Hann á sér langan frægðarferil að baki sem jazz- leikari, þó að hann sé aðeins tuttugu og fimm ára að aldri. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið kosinn fremsti tenór-saxófónleikari Englands, í kosn- ingum, sem hið heimsfræga músikblað „Melody Maker“ lætur fara fram. — Sem stendur leikur hann í hljómsveit trommuleikarans Jack Parnell, sem um þesar mundir er afar vinsæl í Englandi og hefur þegar afkastað miklu í ensku jazzlífi. Ronnie hefur leikið með öllum fremstu hljóómsveitum Englands og jafnan verið einleikari í þeim hljóm- 4 sveitum, má m. a. nefna hljómsveitir þeirra Ted Heat, Ambrose, Tito Burns, Vic Lewis og fleiri kunnar. Eins hefur hann leikið í skipshljómsveitum á milli- landaskipunum „Queen Mary“ og „Caro- nia“, og hefur hann þess vegna komið til Bandaríkjanna og haft nokkur kynni af jazzlífi þar. Dvaldi hann þar m. a. í tals- verðan tíma í einu af sumarfríum sín- um. — í maí síðastliðnum var Ronnie Scott fenginn til að setja saman og stjórna jazzhljómsveit þeirri, sem fór frá Eng- landi á jazzhátíðina í París. Sýnir það nokkuð, hvert traust hinn enski jazz- heimur ber til Ronnie Scott, enda brást hann ekki vonum þeirra. Dizzy Gillespie, hinn heimsfrægi bandaríski jazzleikari, sem var aðalstjarna hátíðarinnar, sagði í blaðaviðtali, þegar heim kom, að Scott hefði verið langbezti jazzleikarinn, sem hann hlustaði á í Evrópu. Tugir hljóm- sveita víðsvegar úr Evrópu léku á há- tíð þessari. Ronnie Scott hefur komið fram á flest- um klúbba þeirra í London, sem kunnir eru fyrir jazzmúsik, þar hefur hann jafnan verið aðalstjarnan. Enginn jazz- leikari enskur hefur Ieikið inn á jafn- margar plötur hjá enska plötufyrirtæk- inu „Esquire“, en það er eitt þeirra fáu plötufyrirtækja í Englandi, sem aðeins gefa út jazzplötur, — og áreiðanlega Framhald ábls. 9. /

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.