Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 6
. ÚR EINU í ANNAÐ . Bréf frá lesendum hafa ekki verið birt síðan í jólahefti síðasta árs, svo að sumir bréfritaranna eru sennilega orðnir laneygir eftir svari. Nú hreinsum við til og svörum nokkrum bréfum. ★ Til Jazzblaðsins. — Mig langar til að fá leyst úr nokkrum spurningmn. — 1. Hverjir leika með Charlie Parlcer á plötunni ,,Stupendous“ ? — 2. Hverjir leilca sólóarnar á plötunni ,,Hoiv liigh the rnoon" / „Calling Doctor Gillespie“ með Gene Krupa? A. S. I. SVÖR: 1. Charlie Parker, altó; Ho- ward McGee, trompet; Wardell Gray, tenór; Dodo Mormarosa pianó; Barney Kessel, guitar; Red Callander bassi og Don Lamond trommur. — 2. Senni- lega léku eftirfarandi menn inn á þessa plötu: — Tony Anelli, Joe Triscari, Don Fagerquist og A1 Porcino trompet- ar, Dick Taylor, Jack Zimmermann, Emil Mazanec og Clay Harvey trombón- ar, Harry Terrill, Buddy Wie, Charlie Kennedy, Jack Schwartz og Mitch Mel- nick saxófónar, Tommy Eanelli píanó, Bob Lesher guitar, Bob Strahl bassi og Krupa trommur. ★ Til Jazzblaðsins. — 1. Hvað heitir harmonikuleilcarinn í hljómsveit Svend Asmussen? — 2. Leikur Art VanDamme á pianóharmoniku? — 3. Er hægt að fá mynd af Braga Hlíðberg og hljómsveit birta i Jazzblaðinu? Ragnar. SVÖR: Harmonikuleikari er enginn í hljómsveit Asmussen, en píanóleikarinn hans, Max Leith leikur stundum á har- moniku með hljómsveitinni. — 2. Já. — — 3. Já, en því miður ekki í þessu hefti sökum rúmleysis. ★ Til Jazzblaðsins. — Mig langar til að fá eftirfarandi óskir uppfylltar, ef tölc eru á, og þaklca ég fyrirfram svörin. — 1. Hverjir leilca á plötunni „Clarinet blues“ 7neð Harry Parry sextet? — 2. Hverjir leilca með Dulce Ellington á plöt- unni „Trumpe^ no end“? — 3. Er hægt að fá birtar myndir af Cliarlie Ventura og Maynard Ferguson? SVÖR: 1. Getum ekki svarað að sinni. — 2. Shelton Hempill, Francis Williams, Taft Jordan, Ray Nance, Harold Baker og Cat Anderson trompetar, Claude Jones, Lawrence Brown og Wilbur DeParis trombónar, Russell Procope, Johnny Hodges, Jimmy Hamilton, A1 Sears og Harry Carney saxófónar, Fred Guy guitar, Oscar Pettiford bassi, Sonny Greer trommur og Ellington píanó. — 3. Já, bráðlega. ÞETTA HEFTI OG NÆSTU Útkoma þessa heftis hefur dregist talsvert lengi. Hefti þetta* sem er fyrir mánuðina apríl—maí—júní, átti að koma út fyrstu vikuna í júní og voru handrit lögð í prent- smiðjuna með það fyrir augum. Um sama leyti var verið að vinna að svonefndiri „Út- svarsskrá4* í préntsmiðjunni, svo að flest öll önnur vinna varð að sitja á hakanum, kemur því heftið ekki fyrr en sjá má. líins og við höfum margoft skýrt lesendum blaðsins frá, þá eru gjöld áskrifenda aðal- lífsviðurværi blaðsins, standi þeir í skilum, er blaðinu borgið — en standi þeir hins vegar ekki í skilum er blaðið búið að vera. — Hafa allmargir áskrifendanna séð fyrir því, að blaðið er vel á veg komið með að hrökkva upp af, þar sem það hefur ekki gretað komið oftar en tvisvar sinnum út á þessu ári, einungis vegna vanskila á ár- gjöldum. jíldri árgjöld hafa verið í innheimtu und- anfarnar vikur og hefur nú verið hreinsað til, þannig að þegar að þessi árgangur verð- ur innheimtur í haust, þá ættu aðeins að vera eftir þeir, er alltaf hafa staðið og munu 6 JatdLU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.