Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 7
alltaf standa í skilum við blaöið, þ. e. a. s. seg-ja þeir, sem kæra sig um að fá fréttir og fróðleik um jazzlíf innlent sem erlent. Pyrir bragðið hefur áskrifendum fækkað mjög mikið. Er áskrifendahópur sá, sem eftir er, ekki nógu stór til að liægt sé að halda blaðinu sæmilega gangandi, og er því mark- mið blaðsins, að afla sér nýrra og traustra áskrifenda með haustinu, og skorar það á alla stuðningsmenn sína, að leggja blaðinu lið, þegar ,,áskrifendasmölunin“ verður hafin í haust. Með fjölgun áskrifenda getum við lofað fleiri blöðum á ári, og fjölbreyttara efni. Greinar og fastir dálkar, sem við höfum mikinn hug á að koma á stað, ef hagur blaðsins vænkast, er m. a. gagnrýni um plötur þær, er hingað berast, tæknisíða, þar sem sérfróðir menn skýra út vandamál í sambandi við hljóðfæri og hljóðfæraleik, hljómsveitarumsagnir í hverju hefti, frétta- pistlar erlendis frá (sem tilgangslaust hefur verið að birta upp á síðkastið vegna hinnar stopulu útkomu blaðsins), viðtöl við eldri sem yngri jazzleikara, greinar um hjóð- færaleikara utan Reykjavlkur auk margs annars, er hægt yrði að taka upp, ef áskrif- enduin fjölgaði. Má af þessu nokkuð marka, að fjölgun áskrifenda yrði ekki aðeins blaðinu sjálfu til þægðar, heldur og öllum lesendum þess. Illaðncfnd. GRETTI GENGUR VEL Grettir Björnsson harmonikuleikari, sem fyrir nokkrum mánuðum flutti vest- ur til Kanada, hefur nú fengið stöðu í hljómsveit. Eins hefur hann komið fram nokkrum sinnum í kunnri útvarpsstöð í Vancouver, þar sem hann býr. Blaðið vonar að geta sagt nánar frá Gretti í næsta hefti. ÓLI P. TIL AAGE Olafur Pétursson tenói’saxófón- og hai'monikuleikari er nýlega byi'jaður að leika með hljómsveit Aage Lorange í Sjálfstæðishúsinu. Tekur hann sæti Jóhanns Gunnars Halldórssonar, en Jó- hann hafði einmitt tekið sæti Ólafs í hljómsveitinni fyrir rúmlega þremur ár- .um. Ilankwortli Þegar einn maður vinnur jafn glæsi- legan sigur og Johnny Dankwoi'th gerði í kosningum bi'ezka músikblaðsins „Melody Maker“ fyrir nokkrum vikum, þá á hann vissulega skilið, að það sé bii't mynd af honum, jafnvel þó að hið sarna blað (Jazzblaðið) hafi birt tvær myndir af honum með stuttu millibili á síðasta ári. í kosningum þeim, er „Melody Maker“ lætur fara frarn meðal lesenda sinna (og þátttaka er ætíð mjög mikil) um fremstu jazzleikara og hljómsveitir Eng- lans, var Johnny Dankwoi'th kosinn fremsti altó-saxófónleikai'inn, fi'emsti út- setjarinn, hljómsveit hans var kosin fi'emst af litlum litlum hljómsveitum, og auk þess var hann kosinn hljóðfæra- leikari ái'sins. — Fjórfaldur sigur. Geri aði'ir betur — senniiega ekki hægt. LzziUií 7

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.