Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 10
Sitthvað um innlentjazzlíf Hinir árlegu hljómleikar Jazzblaðsins í sambandi við kosningar þess um vin- sældir íslenzkra hljóðfæraleikara fóru fram í marzmánuði síðastl. Á hljómleik- unum komu fram Kvartett Gunnars Ormslev, en Gunnar var kosinn „jazz- leikari ársins“ eins og kunnugt er. Með Gunnari léku þeir Jón Sig. bassi, Krist- ján Magnúss. píanó og Guðm. R. Einars- son trommur. Leikur Gunnai’s var í alla staði hinn prýðilegasti og kom skýrt í ljós, að hann átti með sanni skilið titil þann, er aðdáendur hans höfðu krýnt hann, með því að kjósa hann vinsælasta jazzleikara íslands. Gunnar lék einnig í Septet Jazzklúbbs- ins, sem auk hans var skipaður Jóni og Kristjáni, ásamt Eyþóri Þorlákssyni á guitar, Gunnari Sveinssyni vibrafón, Svavari Gests trommum og Guðmundi Steingrímssyni bongo-trommum. Leikur septetsins var nokkuð laus í reipunum, enda borinn fram í jam-session stíl. — Bongotrommurnar voru illa staðsettar, þannig að þær yfirgnæfðu stundum ein- leikarana. Sólóar voru þó margar góðar. Fjórir ungir piltar, Andrés Ingólfs- son klarinet, Ólafur Stephensen harm- onika, Sig. Guðmundsson pianó og Hörð- ur Magnússon trommur léku nokkur lög og var Jón bassi þeim til aðstoðar. — Leikur þessara ungu pilta gaf góða von um, að hér er mjög efnilegir jazzleikarar á ferðinni. Þau Auður Steingrímsdóttir og Torfi Tómasson sungu nokkur lög með aðstoð hljómsveitar Kristjáns Kristjánssonar, en hann hafði æft söngvaraefni þessi og komið þeim á framfæri. Svo ólieppilega vildi til, að hljóðneminn var í slæmu lagi, þegar Auður söng, svo að það heyrðist fremur illa til hennar, en engu að siður mátti heyra, að hún er efnileg söngkona, röddin ekki mikil enn, en fras- eringarnar góðar. Hið sáma má segja um Torfa, að því viðbættu, að hann var mjög frjálslegur í framkomu — atriði, sem allt of fáir geta tamið sér. Þetta hafa kannske ekki verið beztu hljómleikar, sem Jazzblaðið hefur hald- ið, en þeir voru ágætir. Húsið var full- skipað áheyrendum, er allir létu ánægju sína óspart í ljós. Örfáir voru ef til vill full háværir, en það er eins og aldrei sé hægt að losna við slíkt fólk af mið- næturhljómleikum. Slíkir menn lifa líf- inu beinlínis til að verða sér og sínum til skammar. Seinnipartinn í febr. hóf Jazzklúbbur íslands nýjan lið í fræðslu- og kynn- ingarstarfsemi sinni. Átta jazzleikarar léku á vegum klúbbsins í Breiðfirðinga- búð á þriðjudagskvöldum, og léku að mestu leyti nútíma-jazz. Menn þessir eru hinir sömu og taldir eru upp í Septet Jazzklúbbsins hér að framan, ásamt Sig- urði Guðmundssyni píanóleikara, og léku þeir að jafnaði í tveimur hljómsveitum. Aðgangur var ókeypis og var aðsókn oftast nær frekar góð. Starfsemi þessari var hætt í byrjun maí og mun hún liggja niðri yfir sumarmánuðina. Starfsemi Jazzklúbbsins önnur hefur og lagzt niður yfir sumarmánuðina, en 10 3a::ltaM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.