Jazzblaðið - 01.06.1952, Side 14

Jazzblaðið - 01.06.1952, Side 14
/9$Z ■jVTOKKRU fyrir jólin 1945 byrjuðu ’ sex piltar að leika saman í Lista- mannaskálanum. Þetta var hljómsveit Björns R. Einarssonar. Hljómsveit þessi vakti strax mikla athygli og hlaut þegar í upphafi geysimikið fylgi, sér í lagi hjá yngri kynslóðinni. Leikur hljóm- sveitarinnar var að allra dómi hinn skemmtilegasti, þeir léku að mestu leyti svokallaðan Dixieland-jazz — þetta var í þann tíð, þegar menn gátu leikið ])að, sem þeim sjálfum sýndist. Björn R. Einarsson lék á trombón, Haraldur Guðmundsson trompet, Gunn- ar Egilson klarinet, Guðmundur R. Ein- arsson trommur, Axel Kristjánsson guit- og Árni ísleifs- son á píanó. — Hljómsveitin hélt saman eins og hún upphaflega var skipuð í tæpt ár, en þá hætti Árni, og síðan fóru að verða smábreytingar á henni. Með komu m5 nýrra manna í hljómsveitina tók stíll hennar að breytast, og ekki leið á löngu áður en Dixielandjazz- inn varð að víkja algjörlega. í dag eru aðeins Björn og Guðmundur R. eftir af hinum upprunalegu sex, en hinír leika hér og hvar. Þó hefur þeim Haraldi og Axel tekizt að halda saman undanfarið, enda vinir eins langt aftur og þeir muna. — Haraldur flutti til Vestmannaeyja fyrir nokkrum árum og stofnaði hann brátt hljómsveit þar. Hljómsveit Haraldar var á ferðalagi hér í byrjun júní og hélt hún dansleiki í Reykjavík. Hér var þá aftur komin Dixieland-hljómsveit, meira að segja með tveimur mönnunum úr fyrstu Dixieland-hljómsveit okkar, þeim Har- aldi og Axel. Haraldur er enn hinn dug- legi, leiðandi trompetleikari, Axel hafði lagt guitarinn frá sér, og var nú tekinn 14 jazMaM

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.