Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 15
\ ÁRNA ÞÁTTUR ELFARS Árni Elfar píanóleikari hefur leikið í Vest- mannaeyjum í eitt og- hálft ár. Flæmdist hann að nokkru leyti þangað vegna þess, að það sem hann haföi gert á píanóiö hér, var af flestum talin mavkleysa ein. í Vest- mannaeyjum hélt hann samt áfram aö gera þaö sama og hann haföi gert hér — senni- lega hefur þaö fallið í svipaðan jaröveg þar og hér, en færri verið til að setja út á þaö. í Eyjum var aftur á móti ekki einn einasti hljóðfæraleikari til, er reyndi við hinn nýja jazz, en þaö var einmitt þaö sem Ární lék, svo að áhuginn fór smáminnkandi — hann æfði þó reyndar alltaf, en þegar hann lék þá var þaö eins og liér, enginn gaf því gaum. Tók Árni þá upp á því að reyna við annað hljóðfæri. Varö hið erfiða liljóðfæri trombón fyrir valinu. Hann hefur æft trombón í rúm- lega hálft ár og leikur nú á hann í för til við kontrabassann. Aðrir í hljómsveit Haraldar voru Vestmannaeyingarnir Gísli Bryngeirsson klarinét, Gísli Brynj- ólfsson guitar og Sigurður Guðmunds- son trommur, auk Reykvíkingsins Árna Elfars, sem lék á trombón og Höskuldar Stefánssonar frá Norðfirði, sem lék á píanó. — Nokkrir gerðu samanburð á hljómsveitinni og þeirri frá 1945; það ætlar blaðið sér ekki að gera, en gerir aðeins sér til gamans að slá upp framan- greindum línum um þessar tvær hljóm- sveitir, sem svo margt eiga sameiginlegt, þótt sjö ár séu á milli. hljómsveitar Haraldar Guðmundssonar um landiö. — Hljómsveitin hélt tvo dansleiki I Breiðfirðingabúö 5. og 6. júní síðastl. — Áheyrendur virtust vera mjög lirifnir af trombónleik Árna, fyrra kvöldið voru þar m. a. margir Reykvískir hljóðfæraleikarar, sem féllu í stafi yfir hinni undursamlegu getu Árna. Satt er þaö, að sennilega liafa fáir náö jafngóðum árangri á jafnstuttum tíma á jafnerfitt hljóðfæri og Árni á trom- bóninn—og er þetta sennilega á heimsmæli- kvarða, án þess að miöað sé við fólksfjölda. En sem trombónleikari í hljómsveit, sem læt- ur til sín heyra opinberlega er Árni lélegur trmobónleikari, óvenjulélegur — hvort hon- um fer fram, veit ég ekki, hef meira aö segja engan áhuga fyrir því. En þaö, er meira máli skiptir og sárgrætilegast er, aö loksins, þeg- ar fram kemur jazzleikari — og hér á ég við píanóleikarann Árna Elfar, sem stendur er- lendum jazzleikurum jafnfætis — og er meira aö segja vafamál, livort að fyrirfinnst 1 Evrópu jazzpíanóleikari fremri Árna, að hann skuli ekki fá þá viöurkenningu hjá áheyrendum, sem hann á skilið. Verða að gerast fjórða flokks trombón- leikari, til að gera fólki því til hæfis, sem ekki vill viðurkenna píanóleik hans, sem þó er á heimsmælivarða. wg. MÚSIKÞÆTTIR í BBC JÚLÍ—SEPTEMBER BBO—F. liádegi —10—i!5—31in„ E. liád. 13—l(i—10—25m. og kv. 10—25—31m. n—15, b—30, e—45 og «1—<(0 íiiliifitnr. SITNNUD.t 7.30 b Vera Lynn, söngkona; 10.00 b Jazzlög (finnsk) 25 m. 13.15 c Hljómleik- ar. 18.30 b V. Silvester. 19.00 d Variety Bandbox. 19.30 b Jazz (franskt 30.26m). 23.15 b Vera Lynn, söngkona. MÁNUD.! 10,00 b Múslk. 11,30 c V. Silvester. 18.30 b Jazzhljómsveit. 20.45 a Óskalög-VA. 22.15 b Óskalög. PRIÐJUD.: 10,00 b Jazzhljómsveit. 11.30 b Óskalög. 15.30 b Enskur dansleikur. 20.15 c Nýjar plötur. 20.45 a Óskalög-VA. MlÐVIKUD.i 15.15 a Harmonika. 16.30 b Tip- Top lög. 21.15 b Óskalög. 22.15 b Músik. FIMMTUD.: 7.30 b Tip-Top lög. 16.30 b Óska- lög. 19.30 b „London Jazz". FÖSTUD.: 7,30 b Enskur dansleikur. 10.00 b „London Jazz“. 13.15 c Nýjar plötur. 14.15 d Variety Bandox. 15.30 b Óskalög. 20.45 a Danslög-VA. 21.15 d Variety Bandbox. LAUGARD.: 11.30 b Óskalög. 13.15 c Óskalög. 20.15 c Hljómleikar. 20.15 b „Fashions in Rhythm", eftir Ray Sonin-VA. 21.15 c V. Silvester. VA—,,Ivallið Vestur Afrika“, 19.85m (15.110 mc/s.). LIGHT PROGRAMME—ISOOin. (200 kc/s.) 21.20—22.00 (Mún.—Fös.) og 21.15—22.56 (Laug.) Hljómsveitir. 16.15 c eða 17.00 c (Laugard.) Jazz. Ja.dLU 15

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.