Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 21

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 21
urðu ■ í kosningum enska blaðsins „Melody Maker“. — Ef þetta er ekki eiguleg plata, þá vitum við varla hvaða grammofónplata er eiguleg. / Cúleman Hivlcins hefur nýlega leikið inn á nokkrar plötur með strengja- hljómsveit, svipað og Parker gerði á sínum tíma. Hafa nokkrir aðrir fræg- ir jazzleikarar gert hið sama. Hawkins hefur leikið nokkur dægurlög inn á Decca-plötur, og hafa þær selzt vel og gamli maðurinn hlotið lof fyrir. f Woody Herman hefur nýlega byrjað með stóra hljómsveit. Hún hefur feng- ið allsæmilega dóma. Lítið sem ekkert af eldri stjörnum hans er með honum. J* Joe Eldridge, altó-saxófónleikari og bi’óðir hins fræga Roy Eldridge, dó í Bandaríkjunum í marz síðastliðinn. Hann hafði verið heilsutæpur s.l. ár. / Án þess að Jazzblaðið hafi nokkurn sérstakan áhuga fyrir hinum nýfræga söngvara Johnny Ray eða söng hans, þá getum við ekki látið hjá líða að fræða lesendur okkar dálítið um þenna undramann. — Fyrir hálfu ári var hann algjörlega óþekktur; nú er hann frægasti skemmtikraftur Bandaríkj- anna og hefur sennilega önnur eins frægð aldrei þekkzt þar. Plata hans, „Cry“ og „The little white cloud that cried“ hefur selzt í hátt á fjórðu millj. eintaka. — Hefur engin plata selzt jafnvel hjá Columbia, en það er þó stærsta ijlötufyrirtækið í U. S. A. — Johnny kom fyrst fram á vestur- ströndinni, en fyrir nokkrum vikum kom hann til New York, og verður öflugur lögregluvörður að fylgja hon- um á vinnustað. — Um kaup er ekki deilt; hann nefnir upphæðina sjálfur. Talað er um, að hann fái nú fimm þúsund dollara á viku, en að það muni verða miklu meira, eftir að hann hef- ur sungið í New York. Hann hefur að sjálfsögðu sungið inn á fleiri plöt- ur en þá, sem nefnd var hér að fram- an, hafa þær allar náð metsölu. — Johnny er 25 ára gamall, myndarleg- ur, annaðhvort er hann heyrnarlaus eða hann heyrir illa, því að hann notar heyrnartæki, en það háir söngnum ekkert. Um söng hans er okkur ekki meir en svo gefið, en því skyldi maður láta slikt í ljós, þegar um er að ræða frægasta nafn í sögu „show-business“ síðustu ára, og er þá mikið sagt. J Billy May trompetleikari hefur ekki alls fyrir löngu stofnað hljómsveit, sem hefur vakið allt-að-því eins mikla eftirtekt og að sjálfsögðu umtal 1 Bandaríkjunum og söngur Johnny Ray. — Okkur gafst nú nýlega kostur á að heyra plötu með May-hljómsveit- inni, en þetta „sérstaka", sem Billy May hefur komið fram með er nýtt ,,sound“ í saxófón-sectioninni. Sagði gagnrýnandi nokkur, að það væri sam- bland af saxófónsectionum þeirra Jimmie Lunceford og Guy Lombardo. Vonandi kemur fyrr en síðar plata með þessari umtöluðu hljómsveit í verzlanir hér innan skamms. Margir frægir jazzleikarar eru í hljómsveit- inni. Altóistinn Wiilie Smith hætti nýlega hjá Duke Ellington, til þess að leika með May og hljómsveit. INNLENT J Músiklífið hefur verið svipað frá því að síðasta hefti kom út og áður var. Helztu atburði undanfarinna vikna má m. a. telja, að Björn R. Einarsson vann mál það fyrir Hæstarétti, er hann hafði tapað í undirrétti á hend- ur Hljóðfæraverzuninni Drangey. — Þar sem Drangey hafði gefið út Jar.lLU 21

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.