Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 22
I plötu, sem Björn hafði leikið á, en aldrei samþykkt endanlega, að hann vildi láta gefa út. — Sigfús Halldórs- son samdi lag, er hann nefndi Litla flugan; lagið varð landfrægt ó skömm- um tíma, en gleymdist aftur á ennþá skemmri tíma. — Slcúli Halldórsson, sem einnig er tónskáld, fræddi blöðin á því, að hann hefði samið lag fyrir mörgum árum, er ætla mætti að höf- undur hins fræga lags Domino hefði notað til uppbyggingar í sínu lagi. — Má vera, en engu að síður eru þetta all-ólík lög, en nafn Skúla Halldórs- sonar var á hvers manns vörum í nokkra daga fyrir bragðið. — Björn R. Einarsson söng Litlu fluguna fjór- raddað inn á plötu, sem kynnt var í útvarpinu. Björn á heiður skilið fyrir að verða fyrstur til að gera þetta hér heima, en þess má geta að slíkt sem þetta hefur verið gert erlendis í fjölda ára. Upptakan heppnaðist fremur vei, þar sem um tilraun var að ræða. — Bláa stjarnan fékk hingað „Danska Kabarett-stjörnu“, að nafni Lulu Ziegler, til að lesa upp nokkur ensk og dönsk kvæði í „Sumarrevíunni 1952“. Carl Billich lék undir á píanó, og einhvers staðar sáum við líka í blaði, að umrædd Lulu væri stundum kölluð söngkona. En það má hún eiga, að hún kann sig á sviði. — Þess ber að sjálfsögðu að geta, að Björn R. hætti að sjá um svonefndan Óskalaga- þátt sjúklinga í byrjun maí. Hvers vegna Björn var látinn hætta, hefur enn ekki verið upplýst, svo að maik sé á takandi. Ingibjörg Þorbergsdótt- ir, sem unnið hefur á tónlistardeild útvarpsins undanfarin ár, tók við af Birni. — Sú hliðin er viðkemur jazz- lífinu er rædd, á öðrum stað í blaðinu, og því ástæðulaust að gera henni nán- ari skil hér. / Hinir árl'egu hljómleikar F. í. H. voru haldnir 4. júní síðastliðinn. Hljómleik- arnir fóru vel fram og voru F. í. H. til hins mesta sóma. Fimmtán manna hljómsveit F. í. H. lék einna bezt af hljómsveitum þeim, er fram komu á hljómleikunum, og sannast enn einu sinni, að nauðsynlegt er, að stór hljóm- sveit æfi saman og legði sig þá gjarna meira eftir að leika vandaðar útsetn- ingar. — Nokkrar aðrar hljómsveitir komu fram, m. a. hljómsveit Haraldar Guðmundssonar — er lék sem óvænt atriði. Sufíí hvíuv jfutii rt’rit) ... Haft eftir liljótSfa^raleikiiriiin og gngiirýneinlmii. ,,Duke Elling-ton er hinn eini og rétti snill- ingur jazzins“. Cliariie Parker, 1 Jn/,/.bl. 1. tlil. ’51. leikur enginn vafi á, atS Lars Gullin er einn bezti ,,Modern“ bariton-saxófónleik- arinn — fáir í Bandaríkjunum eru lionum fremri“. Doivn Ðeat 18. 4. ’51!. ,,Í3g beld að Be-bop sé ekkert annatS en tízkufyrirbrigði, eftir nokkur ár etSa jafnvel nokkra mánuöi verði það alveg gleymt“. Magnfi.s Kainlrup, Ja/.zbl. 3. tlil. >51. „Leikur Lester Young á plötum undanfarin ár hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Sólóar hans í „Salle Pleyel“ (Þar sem JATP héldu hljómleika í París) lækkuðu álit mitt á honum enn meira“. Mlke Nevard f Meloily Maker 12. 4. ’52. „Mér er ánægja að geta sagt, að nokkrir íslenzkir harmonikuleikarar hafa lagt inn á sömu braut og VanDamme, Joe fl^ooney o. fl., og vinna ötullega að þvl, að breyta harmon- ikunni úr hinu væmna soghljóðfæri sveita- dansleikjanna, í jazzhljóðfæri, er stendur öðrum alveg á sporði“. Ólafur G. I>örbnllNNoii, I Jii/./.bl. 7. tbl. \50. „Ronnie Scott getur allt sem Getz og aðrir Bandarískir tenórleikarar geta — og er miklu skemmtilegri en Getz sjálfur, sem endurtekur sjálfan sig svo oft, að til leið- inda horfir“. I'idgrr JackNon f MHody Mnker 15. 2. \52. 22 J/a:dLU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.