Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 9

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 9
Tímarit Tónlistarfélagsins detta í þeim efnum. Hér þarf því umbóta við og væri máske ekki úr vegi að verja einni „viku“ árlega til slíkrar út- breiðslu, eða gera eitthvað annað, sem ekki væri áhrifa- minna. En undanfarið hefir flest stefnt hér í öfuga átt við þetta og má því til sönnunar nefna nokkur atriði úr „tón- listarsögu“ vorri. Fyrstu hljóðfærin er fluttust til landsins, svo alþýða hefði kynni af, voru harmoníin, sem fengin voru í kirkjurnar. Þau urðu því takmark og keppikefli þeirra, sem löngun höfðu til hljóðfæraleiks og náðu nokkurri útbreiðslu. Fyrsta tón- listarblaðið, sem gefið var út hér, fjallaði eingöngu um harmóníumleik og skyld viðfangsefni, meðan það kom út, sem ekki var lengi. Það sem almennast var leikið á þessi hljóðfæri, voru sálmalögin og önnur lög með svipuðum blæ. Öll tónlistar- iðkun varð því mjög takmörkuð og með þunglamalegum svip og seinagangi, sem enn er allmikils ráðandi. Með vaxandi peningaveltu tóku píanóin að flytjast inn og kom á tíma- bili allmikið af þeim. Þóttu þau fínni og bera bæði vott um góð efni og eitthvað dálítið af listrænni menningu, eins og erlendis, en þaðan var nú örara aðstreymi ýmsra áhrifa. Um hitt var minna hugsað, að þessi hljóðfæri kæmu að verulegum notum, eða að tónlistarþekking flyttist jafnframt inn í landið. Þau munu í mörgum tilfellum ekki hafa orðið annað en „mubla“ á heimilunum og eru það máske enn. Nokktu eftir aldamót fer að 'lifna vfir aðflutningá strengjahljóðfæra og námi í notkun þeirra. Leit vel út um tíma, að hér væri að renna upp nýtt tímabil, sem gæti orðið tónlistarmenningunni mikil lyftistöng. Tónlistariðkun í heimahúsum verður fyrst og fremst að byggjast á þessum hljóðfærum, í samleik tveggja eða fleiri. En þegar hér var komið, voru ýms veðrabrigði í lofti. í fyrsta lagi kemur nú vélræni tónlistarflutningurinn alvarlega til sögunnar. Það þótti ef til vill óþarflegt erfiði að fá sér hljóðfæri og reyna sjálfur að Je'ka á það, með misjafnlega góðum árangri en óhjákvæmilegri fyrirhöfn, þegar hægt var að ná í grammo- fón. Með því hverfandi litla og vandalausa handtaki að 41

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.