Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 12

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 12
T í m a r i t Tónlistarf élagsins um Riberhus Marsch og Champagnegalop, heldur stóru við- fangsefnin, konzerta eftir Bach og Hándel og gömlu ítölsku tónskáldin, hljómkviSur eftir Haydn og Mozart og jafnvel hefir verið ráðizt í 1. hljómkviðu Beethovens.“ Kennari í þorpi einu hefir 50 börn í skóla sínum og 12 þeirra kennir hann fiðluleik. Hann hefir einnig fjölsóttan tónlistarkvöld- skóla, en í þorpinu og sveitinni eru 900 íbúar. í kirkjunni þar sem hann er orgelleikari, hefir hann oft hljómleika, og þótt hann sé að mestu sjálfmenntaður, fæst hann við tón- smíðar og iðkar kontrapunkt í frístundum sínum. Ýmsar fjölskyldur eru nefndar og tónlistarstarfsemi þeirra, er sýnir að hún er sjálfsagður þáttur af daglegu starfi þeirra. í samkomuhúsi einu var höfundur viðstaddur hljómleika, þar sem fluttir voru kórsöngvar og á milli kvar- tett í f-dúr eftir Dvorák og kvartettþáttur eftir Tschaikow- sky. Þrátt fyrir regn og kulda, var húsið alskipað og áheyr- endur sátu í tvo tíma á 13 centimetra breiðum, baklausum trébekkjum og fylgdust vel með því sem fram fór. Frásaga um bónda einn, Jörgensen að nafni, er máske í aðra rönd- ina dálítið spaugileg. Hann er fiðlusmiður, fiðluleikari og tónskáld. Kona hans leikur á bassa og sonur hans á píanó, ósvikin Fjón-fjölskylda. „Það var frá því sagt í sveitinni, að Jörgensen hefði samið hljómkviðu, sem ætti að heita afar einkennilegu nafni, sem sé „Gin- og klaufaveiki“. Faraldur þessi hafði gengið í sveitinni og Jörgensen átt í einhverjum brösum við yfirvöldin í sambandi við það. í tilefni af því hafði hann samið nokkuð háðslega program-hljómkviðu, með þáttafyrirsögnum eins og „Innganga sýklanna", „Lög- reglan kemur“ o. fl. Ég hitti hann við vinnu sína í gripa- húsunum og var hann fyrst ófús til frásagna en brátt hýrn- aði yfir honum. Jú, það var alveg rétt, þetta með hljóm- kviðuna. Þegar hann þyrfti að leysa frá skjóðunni við ein- hvern, væri venja sín að gera það í tónum, sagði hann, það væri langbezta aðferðin. Handritið var þó ómögulegt að fá að sjá hjá honum, hann sagðist ekki hafa tíma til að sýna mér það og ég gæti komið aftur næsta vetur.“ — „Sú alþýðlega tónlistarmenning, sem reynt er að skapa í 44

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.