Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 15

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 15
Tímarit Tónlistarfélagsins lands og treystu því, að þar væri sól og sumar, hvernig sem viðraði sunnanlands. í förinni voru 37 manns. Flestir ungir að árum, en allir ungir að anda. Allar ójöfnur á veginum voru jafnaðar með spaugsyrðum og glaðvæi’ð, svo ferðin gekk ágætlega. Fyrsta kvöldið var haldið til Blönduóss og gist þar. Næsta dag héldum við áfram til Akureyrar og komum þangað um sexleytið þann dag. Allan þann dag var mönnum mikið í hug, því þetta var merkisdagur. Margar leikferðir hafa að visu verið farnar til Akureyrar, en þetta var fyrsta skiptið, sem þar var leikin óperetta og auk þess fyrsta leikför Tón- listarfélagsins. Menn voru að sjálfsögðu hálf kvíðnir, en allt fór þó vel. Aðsókn var ágæt og móttökurnar enn betri. Hjálpaði þar allt til. Sjaldan eða aldrei mun sýning á þessari óperettu hafa tekizt jafnvel og áttu þar jafnan hlut að máli hljómsveitin og leikararnir, sem skiluðu hlutverkum sínum í hrifningu allan leikinn til enda, en áheyrendur blésu þeim guðmóði í brjóst með hinum innilegu móttökum. Er þar skemmst af að segja, aö hverju atriði var fagnað með fádæma lófataki og varð að endurtaka alla söngva og dansa. Að síðustu var hljómsveit og leikurum þakkað svo, að elztu menn í Eyjafirði muna slíks engin dæmi. Að lokum var Pétur Jónsson kallaður fram sérstaklega og varð að leysa sig út með aukalagi, og síðan allir aðalleikararnir og leikstjórinn. Kvöldinu lauk þannig með fullkomnum sigri, og er þess að vænta, að þessi kynningarferð Tónlistarfélagsins megi verða til uppörvunar og blessunar íslenzku tónlistarlifi.“ LEIÐBÉTTING. Þau mistök urðu í prentun síðasta heftis, að í skýringunum hafa dæmin ruglazt. Fyrstu fjögur dæmin eru úr orgelkonsertinum, en síð- ustu fjögur dæmin úr Gambasónötunni. Einnig hefir þar á einum stað misritazt: Busoni fyrir d’Albert. 47

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.