Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 16

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 16
Tímarit Tónlistarfélagsins SCHNEDLER-PETERSEN, sem um aldarfjórðung stjórnaði hljómsveitinni í Tivoli i Kaupmanna- höfn, er nýlega látinn. Hann átti miklum vinsældum að fagna, bæði meðal áheyrenda og yngri tónlistarmanna, en þeim veitti hann oft mikilvæga hjáip, með því að gefa byrjendum kost á að koma fram, sem einleikarar eða einsöngvarar og annast frumflutning nýrra tónverka. Er talið, að hann hafi verió mjög glöggur á, hverjir hefðu hæfileika til að verða nýtir menn eða skara fram úr í list sinni. Schnedler var vand- látur í efnisvali á tónleikum sinum. Hann hataði jazz og var í nöp við útvarpið, er hann taldi eyðileggja lifandi tónlist. í hans sporum, sem hljómsveitarstjóri á fjölsóttasta sumarskemmtistað borgarinnar, hefði mörgum sennilega orðið það á, að kitla meir eyru fjöldans með létt- meti, sem yfirleitt er talin alþýðleg tónlist, en Schnedler hélt fast við góða tónlist og vann þannig mjög að því að gera hana alþýðlega. Eru þeir áhrifamenn aldrei of margir, sem telja þann kostinn heillavæn- legri. HÚN BJARGAÐI LÍPl ÞEIRRA. Sagan gerist í Lundúnum. Haydn kemur fram og sest við píanóiö til að stjórna hljómsveitinni, er ætlar að leika eina af hljómkviðum hans. Lundúnabúar eru forvitnir, standa upp úr sætum sínum og færa sig alveg að hljómsveitinni, til þess að geta virt hinn fræga mann ná- kvæmlega fyrir sér. Við það verða sætin í miðjum salnum auð, en þá fellur hin mikla Ijósakróna niður með braki og brestum og þrotnar í þúsund mola. Þegar fólkið hafði jafnað sig eftir hræðsluna, varð því ljóst, úr hvílikri liættu það hafði sloppið og orðið kraftaverk, var á allra vörum. Haydn verður innilega hrærður, lítur til himins og segir við hljóm- sveitarleikarana: „Tónlist min er þó einhvers virði — nú hefir hún að minnsta kosti bjargað þrjátíu mannslífum!" NEMENDAHLJÓMLEIKAR Tónlistarskólans voru haldnir í Gamla Bíó sunnudaginn 8. maí. Þeir Þorvaldur Steingrímsson, Jóhannes Eggertsson og Jóhann Tryggvason fluttu Trio eftir Haydn. Þær Anna S. Björnsdóttir og Halla Bergs léku saman á píanó lög eftir Schumann. Einleikarar á píanó voru Unnur Arnórsdóttir, Þyri Eydal og Guðríður Guðmundsdóttir. Lék hin síðast- nefnda sónötu eftir Árna Björnsson, er numiö hefir tónfræði á skól- anum. Er það ánægjulegt, að ungu tónskáldin ráðast í hin stærri form. Kemur þar einnig fram, að nú undanfarið hefir gefizt tækifæri til að afla sér þeirrar kunnáttu, sem nauðsynleg er. Hljómleikunum var vel tekið af áheyrendum. KVIKMYNDAPÉLAGIÐ PARAMOUNT í Ameríku hefir tilkynnt, að það hafi í hyggju að fá viðurkennd tón- skáld til að semja lögin við kvikmyndir þess framvegis. Byrjað var á samningum við Ravel, en nú er sagt að Strawinsky hafi gert samninga við félagið um tónsmíðar við tvær stórar kvikmyndir. 48

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.