Musica - 01.10.1948, Qupperneq 3

Musica - 01.10.1948, Qupperneq 3
1. ÁRGANGUR 3. TÖLUBLAÐ ífluAica OKTÓBER 1948 XJtgefandi: D ran gey jarú t gáf an . RITSTJÓRARABB Sigur Tónlistarfélagskórsins á Norræna söngmót- inu, lirifning Finna af lögum dr. Páls Isólfssonar úr „Gullna hliðinu", hljómleikar Þórunnar litlu Tryggva- dóttur og síðast en ekki sízt hinir fyrirhuguðu hljóm- leikar Rögnvalds Sigurjónssonar, sem e'falaust munu færa hinum snjalla píanóleikara enn einn sigurinn á erlendum vettvangi, sýna okkur íslendingum betur en nokkru sinni fyrr, á hvaða sviði við getum bezt kynnt þjóð okkar erlendis. En það er eins og flestir hér á landi láti sér fátt um finnast sigrar hinna íslenzku tónlistarmanna og hlöðin eru mjög sparsöm í fréttum sínum af viðburð- unum. Alveg nýlega hefur staðið yfir tónlistarþing í Oslo, það fyrsta, sem íslendingar taka virkan þátt í, en ekki er vitað til þess að neitt hinna íslenzku blaða ha'fi eða muni senda sérstakan fregnritara til Noregs til að fá sem gleggstar fréttir áf viðburðunum. Það er vitað mál, að miklum gjaldeyri var varið til að kosta hina íslenzku keppendur á Olympíuleikana í London, og var það auðvitað sjálfsagt, en með þeim fylgdu hundruð manna sem lítið eða ekkert hafði á leikina að gera. Má nú deila um hvort þessum gjaldeyri hefði ekki verið betur varið til að kosta unga og e'fnilega menn utan til tónlistarnáms t. d. Fyrst verðum við að hugsa um hið andlega upp- eldi þjóðarinnar og svo hið Mkamlega eins og Aþen- ingar gerðu, en ekki láta hið líkamlega sitja í fyrir- rúmi eins og Spartverjar. Hér í bæ eru t. .þrír ungir menn, að margra dómi afbragðs söngvaraefni. Þeir hafa lært söng í 2—3 ár og að afloknu námi hér fengið beztu vitnisburði kennara sinna, sem hafa eggjað þá til franáhaldsnáms erlendis. En þá skeður hið ótrúlega — ekkert gjaldeyrisleyfi er fyrir hendi handa hinum ungu söngmönnum — og þar með er fleiri ára strit og kostnaðúr að engu orðið, og þeir sviftir öllum möguleikum til meiri fræðslu. Það er vitað, að þeim þremenningum voru gefin hálfgildis lo'forð, sem voru svikin. Margra ára strit er að engu gert, með litlu gulu blaði, þar sem stendur: „Yður hefur verið synjað um leyfi“ o. s. frv., og þar með er dyrunum skellt í og hinir ungu menn verða að híma ihér heima, án tæki- færis til meiri fræðslu, og með brostna drauma. En höfum við íslendingar efni á að láta svo efnilega söngvaraefni fara forgörðum? Áreiðanlega ekki, við erum svo lítil þjóð, að við verðum að hlúa að hverjum einstakling, ekkert má fara forgörðum, því okkur er -hver einstaklingur dýr- mætur, og við verðum að gefa hverjum hæfileika- manni meðal vor tækifæri. Við megum umfram allt ekki loka landinu þannig, að það minni á einokunar- tímablið, þegar bændurnir máttu ekki fara út fyrir héraðstakmörk sín til að verzla. Við megum e\\i rígbinda einstablinginn með vald- boði. Munið að margir listamenn hafa orðið að flýja land sitt vegna afturhaldssemi og skilningsleysis landa sinna, látum ekki afturhaldsstimpilinn setja mark á aðgerðir okkar. MUSICA 3

x

Musica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.