Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 5

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 5
og Passíusálmar séra Hallgríms. Þessir tveir menn áttu það sameiginlegt að bera í brjósti djúpa lotningu fyrir guðdómnum og í þeim anda sköpuðu þeir verk sín. En fæsta mun hafa órað fyrir því að röskum tveim árhundruðum eftir dauða þeirra yrðu verk þeirra ofin saman og flutt — í fyrsta sinn á íslandi. Það er mér enn í fersku minni, er þessi mikla lof- gjörðarmessa var flutt hér fyrir fimm árum. Það var eitthvað svo tignarlegt og dirífandi við þann flutning, — ein af þeim fáu stundum í lífi manns, sem maður stendur nær því fegursta í tilverunni en ella. Og við spyrjum: Hvað var það, sem gerði þennan flutning svona ógleymanlegan ? Var það tónlist meistara Bachs eða var það texti séra Hallgríms? Það má vera að fróðir menn geti um það deilt, en hitt má óefað full- yrða að hin stórbrotna tónlist Bachs öðlaðist við þetta nýtt gildi, ekki einasta fyrir okkur Islendinga, heldur jafnvel þótt víðar væri flutt. Það var dr. Victor Urbantsohitsch, sem kom auga á 'þetta veigamikla atriði. Það var bann, sem vegna ein- stæðrar ræktarsemi við list sína og ástar á menningu íslenzku þjóðarinnar, lagði í það mikið verk og sér- staka alúð að samræma þessi tvö verk í eitt stórbrotið listaverk. SMkar gjafir verða aldrei nógsamlega þakk- aðar né launaðar að verðleikum. Og nú sit ég hér fyrir framan þennan snjalla og sí- starfandi listamann og á að leggja fyrir hann spurn- ingar. — Þér eigið mikið nám og langan starfs'feril að baki, dr. Urbantschitsch? — Ef til vill má orða það svo, segir hinn hlédrægi listamaður. — Ég stundaði nám við Tónlistarháskól- ann í Vín og lauk þaðan prófi >í píanó- og organ- leik, ásamt hljómsveitarstjórn. Skömmu síðar varði ég doktorsritgerð í tónlistarsögu við háskóla sömu borgar. — Og svo Ihófst starfið . . . — Já svo hófst starfið. Fyrst dvaldi ég 7 ár í Mainz á Þýzkalandi, en þar hafði ég á hendi stjórn hljóm- sveitar leikhússins. Síðan tóku við 4 ár í Graz. Þar kenndi ég við tónlistarskólann og var einnig dósent í tónlistarsögu við háskólann þar í borg. — Island hlýtur að hafa verið fjarlægt í huga yðar þessi árin . . . Hvernig atvikaðist það annars að þér komuð hingað til lands? — Ég hafði kynnzt íslandi í gegnum skólabróður minn, dr. Franz Mixa, en hann var sem kunnugt er fyrirrennari minn hér. Árið 1938 lét hann af störf- um og var ég þá ráðinn kennari við Tónlistarskól- ann og hljómstjóri Tónlistarfélagsins og Hljómsveitar Dr. Urbantschitsch að starfi. Reykjavíkur. Seinna varð ég svo söngstjóri Tónlistar- félagskórsins. — Og hvað fannst yður í fyrstu um tónlistaráhug- ann hér? — Hann var og er mikill. Islendingar hafa næmt eyra og eru fljótir að læra. Stundum væri ef til vill æskilegt að þeir hefðu meira úthald. —¦ Þeir eru orðnir nokkuð margir hljómleikar yðar hér í höfuðstaðnum? — Á þeim tíu árum, sem ég hef starfað hér, hef ég stjórnað 103 hljómleikum hljómsveitar og kórs, með verkum eftir innlenda og erlenda höfunda. Þá hef ég einnig stjórnað óperettusýningum Tónlistarfélags- ins, annazt hljómsveitarstjórn í mörgum leikritum Leikfélags Reykjavíkur og auk þess komið ótal sinn- um fram sem píanó- og organleikari í útvarpi og undirleikari einleikara og einsöngvara. — Þetta er býsna mikið starf, sem þér hafið unnið á svo stuttum tíma . . . Og svo hefur yður einnig gefizt tími til að 'heimsækja hina smærri kaupstaði? — Já. Eg hef sem betur fer getað ferðazt um landið, bæði sem ferðamaður og listamaður. Akureyri, Húsa- vík, Siglufjörður, Isafjörður, Vestmannaeyjar, allt eru þetta fallegir staðir, sem ég hef gist og haldið hljóm- leika á. Á ferðum mínum um landið hef ég allsstaðar fundið góðvild þá og hlýju, sem virðist vera sérein- kenni íslendinga. Fyrir það er ég þakklátur, því slikt er mér mikil hvatning. MUSICA 5

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.