Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 7

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 7
KARL SIGURÐSSON: Mandólínhljómsyeit Reykjavíkur 5 ára Það var 18. nóv. 1943 á Bergþórugötu 18, heimili Margrétar Elíasdóttur að nokkrir ungir menn og kon- ur komu saman, til þess að stofna mandólínhljóm- sveit. Höfðu þau þá um nokkurt skeið æft samleik á mandólín og banjó undir stjórn Haraldar Guðmunds- sonar og leikið eitíhvað á iskemmtunum. Æfingastaðurinn var þarna á heimili Margrétar og átti ihún drjúgan þátt i vaxandi áfouga með sinni fádæma gestrisni og góðu hvatningarorðum. Þarna var gengið frá fyrstu drögum til félagsstofn- unarinnar og kosin bráðabirgðastjórn: Formaður Ölaf- ur Þorsteinsson, ritari Axel Kristjánsson og gjaldkeri Sverrir Kjartansson. Var stjórninni falið að yfirfara og fullkomna tillögur til laga, sem þarna (höfðu verið teknar til atfougunar, handa félaginu, og skyldi svo háldinn aðalfundur í næstkomandi janúarmánuði, og þá endanlega gegnið frlá lögum og kosin stjórn sam- kvæmt þeim. Á tímabilinu milli funda var ákvörðun tekin um það, að auka hljóðfæraskipan sveitarinnar, og var gít- urum og mandólu bætt í hópinn, en hún liggur áttund neðar í tónstiganum en mandólín og er því milliradd- ar hljóðfæri. Nu var komin sú skipan á hljómsveit- ina, er gaf vonir um möguleika á hljómleikahaldi, og fór strax að vakna álhugi fyrir því. Þann 16. febrúar 1944 var svo haldinn aðalfundur. Dr Urbantschitsoh fylgir mér til dyra og tekur bros- andi í hönd mér að skilnaði. Og þá sannfærist ég um það, að svo fraimarlega sem íslenzka þjóðin sýnir sóma sinn í að skapa þessum sístarfandi listamanni viðun- andi starfsskilyrði, mun hann ekki láta sitt eftir liggja. Hingað til he'fur hann barizt hinni góðu baráttu, við frumstæð skilyrði og tekizt að vinna stórsigra. Og ég er þess fullviss, að hann á enn eftir að vinna nýja sigra í þágu tónlistarinnar og okkar, — sem höfum yndi af fögrum tónum. Ól. ]a\. A þeim fundi voru ný félagslög sam'þykkt, og höfðu þau verið tekin saman af Rannveigu Þorsteinsdóttur, voru þau samþ. lið fyrir lið án breytinga. Síðan var gengið til stjórnarkosningar eftir hinum nýju lögum og hlutu kosningu þau Karl Sigurðsson formaður, Rannveig Þorsteinsdóttir ritari, og Sverrir Kjartansson gjaldkeri, og var það Iþví hin fyrsta eignlega stjórn hljómsveitarinnar. Fyrir aðalfundinn var hljómsveit- in skipuð þessu fólki og það því talið stdfnendur: Aðalheiður Knudsen, Axel Kristjánsson, Einar Háf- berg, Eyjólfur Jónsson, Guðmundur Bjarnason, Guð- mundur Sigurðsson, Guðrún Ratfnsdóttir, Halldór Magnússon, Haraldur Guðmundsson, Helgi Arnlaugs- son, Ingrid Hallgrímsson, Karl Sigurðsson, Kristinn Sigurðsson, Magnea Jónsdóttir, Nói Bergmann, Ólaf- ur Þorsteinsson, Páll H. Pálsson, Per Jörgensen, Ragn- heiður Þórólfsdóttir, Rannveig Þorsteinsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Sverrir Kjartansson. Samtals 22 stofn- endur. Nokkru fyrir aðalfund hafði hljómsveitin hafið æf- ingar á Skólavörðustíg 19, í samkomusal sósialista, en það var ófullnægjandi húsnæði með öllu. Slæm hljóm- an var aðalorsökin enda mjög lágt undir loft. Þarna var æft fram undir vorið, en þá fékk hljómsveitin að æfa um tíma í æfingasal lúðrasveitarinnar „Svanur", sem var fyrrverandi líkhús Franska-spítalans. Um sumarið lögðust æfingar niður, og er byrjað var aftur um haustið var æfingastaðurinn samkomusalur Lands- smiðjunnar við Sölvlhólsgötu. Þar lenti hljómsveitin á hrakhólum, því að þegar fjölga þurfti æfingum, var ekki hægt að fá nema þetta eina kvö'ld í viku, sem hljómsveitin hafði. Var þá leitað hófanna við H.Í.P. um húsnæði í Ihúsi þess á Hverfisgötu 21. Fékkst það loks og voru síðan allar æfingar um skeið þar. Þarna var svipuð Ihljóman og á Skólavörðustíg 19, auk þess að forfæra þurfti Iheilmikla Ihusmuni fyrir og eftir hverja æfingu, en 'þarna var æft undir fyrstu hljómleikana. Næsti staður var svo kjallarinn í Bet- MUSICA 7

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.