Musica - 01.10.1948, Side 8

Musica - 01.10.1948, Side 8
aníu, síðan aftur á Hverfisgötu 21. En loks var h'ljóm- sveitinni vísað í kjallarann á því góða húsi, en þar voru æfingarskilyrði slík, að ef allir mættu komst hljómsveitarstjórinn varla fyrir. Um tíma var einnig aíft í bíósal Austurbæjarskólans, og eins á heimili eins meðlims hljómsveitarinnar, Aðalheiðar Knudsen. Var það góð hjálp, en mörgum þótt nú leggjast lítið fyrir kappann, að níðast ®vo á Ihjartarúmi einnar konu, enda þótt stórt væri. Loks rættist úr þessu, er hljómsveitin 'fékk að æfa í upptökusal „Islenzkra tóna“ á Laugaveg 58, en þar er hún enn og er í þakkarskuld við forstjórann. En nú væri rétt að spyrja, hvenær höfuðborg Islands skyldi verða svo gæfusöm að eignast tónlistaihöll eða eitthvað líkt, sem gæti gefið M.H.R. og öðrum slíkum fyrirbærum möguleika á æfinga- og hljómleiika skil- yrðum. Hvernig væri nú að kórar og 'hljómsveitir, svo og einstaklingar með sérstakan áhuga, kæmu sér sam- an um að hrinda þessu bráð aðkallandi máli eittlhvað áleiðis? Þess er varla að vænta að aðrir aðilar fari að ómaka sig til erfiðis. En hér þarf skjótra að gerða. Það er ábyggilega mikið, sem tónlist höfuðstaðarins líður við þetta, enda varla von á framförum, þegar æfingaskilyrðin eru fyrir neðan allar hellur. I janúar 1945 kaus hljómsveitin sér nýja stjórn. I henni áttu sæti Páll H. Pálsson formaður, Karl Sig- urðsson ritari og Sverrir Kjartansson gja'ldkeri. Með þessari stjórn hófst timabil nokkurra framfara. Haust- ið áður hafði verið ákveðið að meðlimirnir skyldu sækja tíma hjá Sigurði Briem, hvað þeir gerðu, og óx við það möguleikinn til þess að ná áþreifanlegri árangri í meðferð hljóðfæranna en áður, enda var nú von bráðar hafizt handa um undirbúning hljómleika. Þegar hér var komið sögu hafði hljómsveitin leikið opinberlega nokkrum isinnum og tekist bærilega eftir aðstæðum. Nokkur uggur var þó í mönnum við að stíga svo stórt spor, sem að halda sjálfstæða hljóm- leika, en þegar nokkrir þekktir tónlistarmenn, sem höfðu hlýtt á hljómsveitina leika ráðlögðu eindregið að halda hljómleika var ekkert lengur til fyrirstöðu. Var nú ha'fin söfnun styrktarmeðlima. Gekk það vel, og fyrstu hljómleikarnir voru svo haldnir 13. maí 1945 í Tjarnarbíó. Voru þeir svo endurteknir 15. og 17. maí. Hljómsveitin annaðist tvo þriðju hluta en kvartett úr hljómsveitinni einn þriðja. Að þessu komu fram 16 manns auk stjórnanda. Leikin voru ýmis létt-klassisk verk, m. a. Serenata eftir Offenbach, Stándohen .Schuberts og Gavotte eftir Gossec. Þóttu þessir hljómleikar takast vonum framar, en auðfundið var að gagnrýnendur hlífðu, þar sem um brautryðj- endastarf var að ræða. Næstu hljómleikar urðu svo að ári í febrúar og marz. Voru þeir með sama sniði og áður, en nú voru hljóðfæraleikarar 19. Eins og áður annaðist kvartett- inn, sem nú hét „Briem-kvartettinn“, eftir hinum ein- læga og vinsæla mandólín- og gítar-kennara, einn þriðja hluta efnisskrárinnar. Nú fékk hljómsveitin nokkra gagnrýni, vinsamlega þó, en eitthvað þótti vanta á ifjölbreytni, og nokkuð á rétta meðferð sumra verkanna. Annars fundu allir að hljómsveitin var í framför. Nokkru eftir þessa hljómleika fékk hljómsveitin ný hljóðfæri frá „Levin“ í Svfþjóð, og hafði hinum ötula formanni, Páli H. Pálssyni, tekizt að útvega gjakleyris- og innflutnings-leyfi fyrir þeim. Varð nú á allgóð breyting, þar sem meðlimirnir höfðu áður átt nokkuð ósamstæð hljóðfæri og sum harla léleg. Var nú ætlunin, að haldnir yrðu þrennir hljómleikar 8 MUSICA

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.