Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 9

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 9
á ári, en 'þar reisti Mjómsveitin sér hurðarás um öxl, og var þá farið í að fá hingað sæn^kan gítarsnilling, Nils Larson, sem annast skyldi, næstu hljómleika. Kom hann um ‘haustið og hélt nokkra hljómleika á vegum hljómsveitarinnar. Ennfremur lék 'hann í út- varp og á nokkrum stöðum hér sunnanlands. Var þetta nýstárleg skemmtun, því að hér hafði aldrei heyrzt slík spilamennska á gítar, nema af plötum útvarpsins, en mjög lék forvitni á að sjá hvernig hægt væri að gera slíkar kúnstir á þetta hljóðfæri, sem allflestir hér þekkja og margir handleika, en af lítilli getu miðað við snillinga hljóðfærisins. I byrjun ársins 1947 fékk svo h'ljómsveitin nýja for- ustu, þar sem fráfarandi stjórn baðst undan endur- kosningu. Enda hafði formaður þá setið í 2 ár og annar meðstj. allt frá byrjun (Sverrir Kjartansson). Halldór Magnússon var kosinn formaður og meðstj. Jón K. Jónsson og Karl Sigurðsson, en Karl hafði sagt af sér ritarastörfum 1945. Var nú unnið að því að haldalhljómleika næsta vor, Ihvað tókst í Trípólí húsinu á melunum 25. apríl. Var nú efnisskránni skipt í 4 kafla. Fyrst lék kvartett, síðan var gítarsóló, þá tríó og síðan hljóm- sveitin. Leikin voru lög eftir ýmsa innlenda og er- lenda höfunda, en gagnrýni birtst engin, enda engir blaðamenn, þeim h;vfði ekki verið boðið nógu ræki- lega. Á þessu ári (1947) eignaðist M.H.R. allmikið nótna- safn, sem keypt var frá Ítalíu af Páli Pálssyni, og er þar í a'llmikið af tónverkum gömlum og nýjum. Síð- ast liðinn vetur kaus 'hljómsveitin sér enn nýja stjórn. Formaður varð Karl Sigurðsson og meðstjórnendur Tage Ammendrup og Nói Bergmann. Hófst nú undirbúningur undir næstu hljómleika og urðu þeir í Austurbæjarbíó 19. marz og 1. apríl. Ennfremur voru haldnir hljómleikar í Keflavík og Hveragerði, en síðan var leikið í útvarpið. Annaðist hljómsveitin tvo þriðju en M.A.J.-tríóið einn þriðja efnisskrárinnar. Nú voru hljóðfæráleikararnir 20 og 'hljómsveitin þannig skipuð hljóðfærum: 4 I. mandólín, 5 II. mandó- lín, 2 mandólur, 7 gítarar, 1 mandó-celló og 1 kontra- bassi. Var þessi skipan eins og á næstu hljómleikum á undan, en þá voru hljóðfæraleikarar færri. Nú í haust eru æ'fingar að hefjast að nýju eftir sumarfríið, og er ætlunin að halda afmælishljómleika í nóvember. ber. Þetta er nú saga M.H.R. í höfuðatriðum frá stofn- un, og má af henni sjá að starfið hefur verið mikið og glæsilegt. Það er meira átak en í fljótu bragði virð- Núverandi stjórn M.H.R. og hljómsveitarstjórinn, en þeir fjór- menningar skipa jafnframt ,,tremolo"-kvartett M.H.R. 1. röð: Haraldur Guðmundsson hljómsveitarstjóri og Tage Ammen- drup, rit. 2. röð: Nói Bergmann gjaldk. og Karl Sigurðsson form. ist, að halda árlega hljómleika með eintómum „ama- törum“, þar sem öll störf eru unnin í aukavinnu. Haraldur Guðmundsson stjórnandi M.H.R. er ekki getið að ráði í þessu söguágripi, en það er nú samt svo, að hann á heiðurinn af 'hverju atriði sem áorkað hefur verið á æfingum og hljóm'leikum, og hann er alltaf hinn góðlyndi félagi, sem öllum er vel við, og tónlistarhæfileikum hans er það mest að þakka, hvað áunnizt hefur. Hlutverk M.H.R. er það, að veita áheyrendum og íðkendum mandólín-tónanna ánægjustundir, er það tvímælalaust þroskandi til aukinnar tónmenningar. Megi hin íslenzka þjóð lx:ra gæfu til þess að njóta þeirra unaðssemda um alla framtíð. Spilaðit ávallt eins og hlýddi á þig meistari. Schuman. MUSICA 9

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.