Musica - 01.10.1948, Side 10

Musica - 01.10.1948, Side 10
ERLENDIR TÓNSNILLINGAR V.: Wladimir Horowitz, píanósnillingurinn frœgi. Frægur gagnrýnandi sagði um Horowitz: „Tækni hans þekkir engin takmöi'k og lagameðferð hans raf- magnar allan salinn. Ég 'held, að enginn yrði hissa, þótt hann tæki að leika með tánum. Honum virðist Tkkert ómögulegt“. Enginn núlifandi pianóleikari 'á jafn vel skilið að •vera nefndur eftirmaður Padarewski eins og Horo- witz, leikur hans er stundum eins og þúsund skærar kristalsperlur og stundum eins og gandreið þúsund djöfla. Horowitz er afar taugaveiklaður, og „nervös“ í hvert sinn er hann iheldur hljómleika, þótt hann hafi haldið þúsundir hljómleika víðsvegar um heim. Stund- tim neitar hann algerlega að spila, og leggst í sófa alveg fárveikur af taugaæsing, en þegar á að afiýsa hleypur hann venjulega kjarki í sig og fer fram á sviðið, og strax og hann sezt við píanóið fer öll hræðsla af honum og hann hefur brátt áheyrendur í hendi sér. Arið 1932 lék hann í fyrsta sinn fyrir Toscanini í New York. Toscanini varð mjög hrifinn af leik Horo- witz, en fannst hann þó df vélrænn og fyrir hljóm- leik, er þeir héldu saman (þann fyrsta) unnu þeir mjög náið saman og urðu góðir vinir. Toscanini bauð Horowitz etftir hljómleikinn að dveljast á sveitasetri sínu á Italíu „Lago Maggiore", og þar hitti Horo- witz dóttur Toscaninis, Wöndu, og giftust þau nokkru seinna. I fjölda mörg ár hafði Horowitz ekki unnt sér hvíldar, en nú ráðlagði Toscanini honum að taka sér langa hvíld og reyna að ná aftur jatfnvægi því, er hann skorti og jafnframt að öðlast ró, því taugar hans þörfnuðust hvfldar. Horowitz fór að ráðum hins reynda tengdaföður síns og hvarf af sjónarsviðinu í tvö ár, en hvarf hans varð til þess að ótal kviksögur mynduðust um hvarf hans m. a. var sagt, að hann væri á geðveikrahæli eða hefði framið sjálfsmorð. Fyrsti hljómleikur hans í París, eftir þetta tímabil sýndi að þótt tækni hans væri enn jafn gífurleg var hin listræna túlkun og innlífun hans í verkefnin orðin nr. 1. Og er Padarewski dó árið 1941 þá 81 árs að aldri, var Horowitz útnefndur eftirmaður hans og þar með jafningi Rubinsteins og Busonis. Horowitz fæddist árið 1904 í Kiev í Rússlandi. Hann var í mótsetningu við marga hina stærstu snillinga, ekkert undrabarn. Faðir hans var verkfræð- ingur og móðir hans mjög sæmilegur píanóleikari. Sex ára gamall byrjað hann að læra píanóleik, fyrst hjá móður sinni og seinna á tónlistarskólanum í Kiev, en þar var hann nemandi Anton Rubinstein og Felix Blummenfeld. Átján ára að aldri hélt hann fyrstu tónleika sína og vakti töluverða athygli. Síðar lék hann í tríói með þeim Nathan Milstein og Gregor Piatigorsky. Hann, fékk ótalmörg tilboð, og fyrsta árið eftir hljómleikinn ihélt hann 70 hljómleika víðsvegar um Rússland og þaraf 23 í Leningrad. En ástandið var svo ótryggt í Rússlandi að hann fór þaðan og ferðaðist um a'lla Evrópu og lagði hana að fótum sér. Hann lét ek'ki þar við sitja, en fór til Bandaríkjanna. Fyrstu hljómleikur hans þar var með phil'harmóníuhljómsveitinni í New York undir stjórn Sir Thomas Beecham, og sigur hans var stórkostlegur. Hann hefur nú lært, að til þess að geta sýnt góðan leik, þartf listamaðurinn að fá hvíld, og nú leikur hann aðeins 3—4 sinnum í viku 4 mánuði ársins og hvílir sig annars á landsetri sínu í Beverly Hills og nýtur hins friðsæla fjölskyldulífs, ásamt konu sinni og lítilli dóttur, er heitir Olga. Horowitz er eftirsóttasti píanóleikari Bandaríkjanna og eru hljómleikar hans ávallt útseldir löngu fyrir- fram. Þannig er ar'fiferill Wladimir Horowitz, Rússans, sem hlaut viðurnefnið: „Hinn nýi Liszt". Hér fer á eftir listi yfir nokkrar plötur, leiknar af Horowitz: Konssrt nr. 1 op. 23 (Tchaikovsky) með „The N. B.C. symphony orc. undir stjórn Arthurs Toscanini. H.M.V. DB 5988—91. Consert nr. 2 op. 83 eftir Bramhs. Sama hljómsveit og að ofan. H.M.V. DB 5861—66. Capriccio, éftir Dohnányi og Valse Oubliée eftir Liszt. H.M.V DA 1140. Marzurka í tf-moll op. 7 nr. 3 éftir Chopin og Etyde í F-dúr eftir Ohopin. H.M.V. DA 1305. Paganini Etyde nr. 2, Paganini-Liszt-Busoni. H.M. V. DA 1160. 10 MUSICA

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.