Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 12

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 12
VÍÐSJÁ ísland. Þórunn litla Tryggvadóttir hefur haldið nokkra hljómleika í Reykjavík og á Akureyri við mikla hrifn- ingu á'heyrenda. Hún hélt kveðjuhljómleika í Austur- bæjarbíó 8. sept. og er nú farin til Englands, þar sem hún mun halda áfram námi. Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari dvelur nú í Bandaríkjunum og mun halda 'hljómleika í Washing- ton í október. Björn Olafsson fiðluleikari fhélt hljómleika í Austur- bæjarbíó í september. Undirleik annaðist Arni Kristj- ánsson. Verður hljómleikanna nánar getið í næsta blaði. Danski píanóleikarinn Bente Stofregen Due hélt hljómleika í Austurbæjarbíó í september. Hún er dóttir hins þekkta píanókennara Alexander Stofregen og lék fyrst opinberlega á nemendahljómleikum hans. Hún 'hélt fyrstu hljómleika sína árið 1939 og hefur haldið 3 hljómleika síðan, auk þess hefur hún leikið dft í danska útvarpið og auk þess leikið í hljómleika- sal Tívoli með hljómsveit salsins undir stjórn Thomas Jensens, lék ‘hún þar m. a. „varíationir“ Césars Frank. Frú Due hefur kennt í tónlistarskólanum 1 Kaup- mannahöfn síðan 1947. Bente Stofregen er gift danska fiðluleikaranum Jör- gen Due. A efnisskránni voru lög eftir m. a. föður píanóleik- arans, Beetlhoven, Mozart, Schubert, Debussy, Grieg og Ohopin. Hljómleikanna verður nánar getið síðar. Guðrún A. Símonar er nýkomin heim, en eins og kunnugt er hefur hún stundað söngnám í Englandi í tvö undanfarin ár við góðan orðstír. Hér heima mun ungfrúin halda nokkra hljómleika og fara héðan til Italíu í fylgd kennara síns. Islenzkir tónunnendur bíða með eftirvæntingu vænt- anlegra hljómleika Guðrúnar. Danmör\. Ameríska söngkonan Doris Dorre er nú í Dan- mörku. Er þetta í annað sinn, er hún kemur þangað á tveim árum, og mun hún að líkindum aðeins halda 2 hljómleika í þetta sinn. Von er á Pierino Gamba til Kaupmannahafnar aft- ur á næstunni, en hann hefur verið á ferðalagi um Evrópu og orðið aðnjótandi mikillar hrifningar. Danski tenórsöngvarinn Axel Sdhiöth er nú í Banda- ríkjunum en þar mun hann halda fjölda hljómleika víðsvegar í ríkjunum. Noregur. Norska söngkonan Kirsten Flagstad nýtur óhemju vinsælda í Bandaríkjunum um þessar mundir, en eins og kunnugt er móðgaðist hún við landa sína út af ásökunum þeim, er þeir báru á hana fyrir samband við Þjóðverja á stríðsárunum, fór frá Noregi og sagð- ist aldrei myndi stíga fæti á norska jörð framar. Breyting sún, er gerð var á Pétri Gaut, hefur valdið miklum deilum um heim allan og eru skiptar skoðanir um leikinn í hans nýju mynd. Einn danskur gagnrýn- andi segir t. d. leikinn vera orðinn skrípamynd af Pétri Gaut og segir m. a.: „Hin ný-norska þýðing Rytters veldur því, að ekki helmingur leikhússgesta skilur það sem fram fer og tónlist Sæveruds fær mann 12 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.