Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 13

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 13
til að hugsa: „Hvers vegna var hann nú að þessu“. Auðvitað þur’fti leikurinn breytingar, en Sæverud og Rytter eru ekki réttu mennirnir til að gera hana“. Sænski gagnrýnandinn Pauline Hall er á annari skoðun og mun grein hennar birtast síðar í blaðinu, en hún nefnir hana: „Grieg, Sæverud og Pétur Gaut- Svlþjóð. Mikil líkindi eru til að flokkur úr sænska söngleika- húsinu fari til Bandaríkjanna á vetri komanda, en það er samt ekki fullráðið enn. Svíar eru mjög álhuga- samir um að þessi ferð takist, en ekki hafa enn borizt nánari fréttir hvort ferðin verður farin eða ekki. Tveir mestu söngleikjaviðburðir þessa árs í Svíþjóð voru uppfærzla „Peter Grimes" hins nýja söngleiks Brittens og „Porgy og Bess“ eftir Gershwin. Finnland. Mjög mikið hefur verið um komur erlendra lista- manna til Finnlands að undanförnu og er von á fleirum. Til gamans setjum við hérna upp lista yfir nokkra hinna 'helztu gesta, er hafa heimsótt Finnland: George Kulenkampff, Shura Cherkassy, Alexander Borovsky, Anne Brown, Eugene Conley og söngkon- an, er Gigli „uppgötvaði“ hin 19 ára gamla spánska söngkona Marimi del Ponzo og auk þess eru væntan- legir m. a. Menuhin og Zegovia. England. Meistarasöngvararnir, Valkyrjan og Tristan og Isolde munu setja mestan svip á Covent Garden þennan vet- ur, Sandler Wells mun uppfæra Don Giovanni og Don Pasquale. Covent Garden hefur tryggt sér ágæta söngvara fyrir tímabilið m. a. Kirsten Flagstad, Doris Doree, Max Lorenz og Oscar Natzka. Þrír frægir erlendir hljóm- sveitarstjórar raunu vera í Bretlandi í vetur en óvíst er enn hvaða hljómsveitum þeir munu stjórna, en það eru Bruno Walter, Victor De Sabata og Rafael Kube- lik auk þeirra munu þeir Sir Tihomas Beecham stjórna the Royal Philharmonic, Sir Adrian Boult Tlhe BBC Symphony og John Barbirolli Halle-hljómsveitinni og Eric Kleiber mun stjórna The London Philharmonic. Fjöldi kóra mun auk þess halda hljómleika, og eru flestir þeirra brezkir og auk þessa álitlega lista af beztu listamönnum heims mun Heifetz og Rubinstein halda hljómleika auk ameríska söngvarans Set Svan- holm og líkindi eru til að Segovia muni láta til sín heyra. Nú er svo komið, að England er orðið önd- vegisland Evrópu í tónlist og 'hafa Bretar unnið ótrú- lega mikið verk til að skapa sér þennan virðingasess. Italía. Toscanini mun stjórna hljómsveit Scala leikhússins í Mílanó á komandi vetri og hefur hann ráðið marga bandaríska söngvara til samstarfs við sig. Teatro Fenice í Feneyjum hefur undanfarið sýnt söngleik Shostakovitohs Lady Macbeth of Mzensk fyr- ir troðfullu húsi, og hefur leikurinn vakið mikla at- hygli ítalskra leikgagnrýnenda. Anna'rs munu ítölsku leikhúsinu sýna marga nýja söngleiki á komandi strfsári m. a. eftir Prokofieff og Casavola, og má sjá, að ítalir eru enn jafn frj'álslyndir í tónlist og þeir hafa ávallt verið. Albert Sandler dáinn. Einn af dáðustu iðkendum léttrar tónlistar, Albert Sandler, er nýlega dáinn. Hlustendum ríkisútvarpsins var Sandler sérstaklega hugþekkur fyrir liinn fínlega leik, er hann ávallt sýndi. Sandler hafði verið ráðlagt að taka sér hvíld, en hann gat ekki hugsað sér að njóta hvíldar, því hann elskaði starf sitt. Banamein hans var hjartabilun. Tónlistarskólinn á Aþtireyri var settur mánudaginn 3. október kl. 2 síðdegis. Skólastjórinn, frú Margrét Eiríksdóttir, setti skólann. I skólanum verða í vetur 30 nemendur. Kennarar verða í píanóleik: frú Þyri Eydal og ungfrú Þórgunn- ur Ingimundardóttir, í fiðluleik: ungfrú Ruth Her- manns og tónfræði og tónlistarsögu Jakob Tryggva- son kirkjuorganleikari. Tónlistarskólinn i Reykjaví\ var settur nýlega og eru nú nemendur á fjórða hundr- að. Skólastjórinn,*dr. Páll ísólfsson, setti skólann og þakkaði tveimur kennurum vel unnið starf, en það voru þeir Arni Kristj'ánsson, er hefur kennt við skól- an í 15 ár og dr. Victor von Urbantschitsch, er hefur kennt í 10 ár við skólann, og hafa báðir þessir menn unnið íslenzkri tónlist mikið gagn með kennzlu sinni og öðrum störfum í þágu hennar. — Um fjögur hundruð nemenda stunda nú nám við skólann. MIJSICA 13

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.