Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 14

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 14
PERSÓNUR: Duncan, Skotakonungur, þögult hlutverk. Macbeth, Bariton. og Banquo, Bassi. Liðsforingjar í her Duncans. Lady Macbeh Sópran. Þjónustustúlka, Sópran. SÖNGLEIKIR III. i MACBETH eftir Verdi. Macduff, skozkur aðalsmaður, Tenór. Malcolm, sonur Duncans Skotakóngs, Tenór. Fleance, sonur Banquos herforingja, þögult hlutverk. Læknir, Bassi. Macbeth er söngleikur í 4 þáttum (10 hlutum). — Texti er eftir Þjónn Macbeths, F. M. Piave og er byggður á sorgarleik Shakespeares. Söngleikurinn Bassi. var sýndur í fyrsta sinn í Flórenz 1847, en Verdi var ekki ánægður með leikinn og breytti honum og þannig var hann sýndur í París or ln^’’ árið 1867.. — Leikurinn fylgir sögu Shakespeare mjög nákvæmlega. Hann fer fram í Skotlandi, að mestu leyti í höll Macbeths, cn í Kallari, byrjun 4. þáttar á landamærum Skotlands og Englands. Bassi. 1. þáttur, l.hluti. Á draugalegri iheiði í Skotlandi hitta herforingjarn- ir Macbetih og Banquo 'hóp norna. Þær spá, að Macbeth verði bfátt aðlaður og verði síðan konungur Skota, en Banquo verði ættfaðir hinna seinni konunga. Rétt á eftir hitta herforingjarnir sendiboða konungs, sem tilkynnir Macbeth að hann hafi verið aðlaður. Þessi fregn hefur mikil óhrif á Macbeth og Banquo. 1. þáttur, 2. hluti. 2. hluti gerist í höll Macbeths. Kona Maobeths er að lesa bréf, er Macbeth hefur sent henni og segir hann þar frá hinum tveim spá- dómum, og uppfyllingu annars þe*rra- Sendiboði 'ber að dyrum, og tilkynnir komu kon- ungs í fylgd Maobetihs, og ennfremur að konungur muni gista þar urn nóttina. Kona Macbeths einsetur sér að nota tækifærið og láta síðari hluta spádómsins koma fram, og er konungurinn kemur til hallarinnar og fer til herbergis síns, hefur kona Maobeths þegar dæmt hann til dauða. Macbeth kemur nú á fund konu sinnar og segir hún honum ákvörðun sína, og eggjar hann óspart. Macbeth er hikandi en lætur þó að síðustu til leið- ast eftir mikla baráttu við sjálfan sig, en metorða- girndin annarsvegar og hræðslan 'hinsvegar, toguðust á en er lady Macbech gefur merki, fer Macbeth inn í herbergi konungs og myrðir hann sofandi. Skelkaður ýfir ódæði sínu þýtur Macbetih út úr her- berginu, en kona hans segir honum, að roða blóði á hendur hins sofandi varðmanns svo að sökin falli á hann. Macbeth neitað, en kona hans ætlar inn í herbergið en þá er barið að kastaláhliðinu og flýta þau sér á brott. Þeir Macduff og Banquo koma inn og Macduff fer inn í herbergi konungs, en kemur hlaupandi þaðan út lostinn skelfingu, og kallar svo að allir hallarbúar vakna. Macbeth og kona hans koma nú að og ótti og skelf- ing grúfir yfir höllinni. 2. þáttur, 1. hluti. Lady Macbeth eggjar mann sinn, sem nú er orðinn konungur Skotlands til að myrða Banquo, þann eina sem nú er hættulegur tign hans, því að sonur hins myrta konungs varð að flýja til Englands, eftir að hann hafði verið ákærður fyrir morð föður síns. 2. þáttur, 2. hluti. I hallargarðinum bíða leigumorðingjarnir Banquos, og er hann kemur ásamt syni sínum, drepa morðingj- arnir 'hann, en sonurinn sleppur. 2. þáttur, 3. hluti. Á meðan hinir hryllilegu atburðir gerast í hallar- garðinum, er veizla í höll Macbeths. Kona hans syng- ur fjöruga drykkjuvísu. Sæti Banquos er autt. Skömmu síðar koma morðingjarnir inn, og segja Macbeth árangur fararinnar. Macbeth er ánægður yfir 14 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.