Musica - 01.10.1948, Qupperneq 15

Musica - 01.10.1948, Qupperneq 15
dauða Banquos, en órólegur yfir, að syni 'hans tókst að sleppa. Þegar hann ætlar að ganga til sætis síns, sér hann Banquo afturgenginn sitja í hásætinu, yfir sig hrædd- ur skipar Macbeth afturgöngunni að fara og hún hlýð- ir. Gestirnir sjá ekki neitt, og verða í senn undrandi og órólegir yfir hinni undarlegu framkomu konungs, en kona hans syngur þá fjöruga drykkjuvísu, en þá birtist afturgangan aftur, og skelfingu lostinn særir Macbeth drauginn á braut í annað sinn. f N > '—s Uie • r •' 'of rct-to 1 /Jc - cen de »-e Aría Macbeths í 2. þætti. 3. þáttur. Macbedh fer aftur til galdrakerlinganna og leitar ráða þeirra. Kerlingarnar kalla fram anda, og fyrst kemur hjálmklætt höfuð sem ræður Macbeth til að varast Macduff, næst kemur fram blóðugt barn og segir að enginn fæddur af konu geti skaðað hann og þriðji andinn, barn með konungskórónu á liöíði og laufgaða grein í hendi lofar Macbeth, að enginn skuli sigra ’hann fyrr en Birnam skógurinn gangi upp að höll hans. 3. þáttur. Hugrakkur yfir þessum hliðhollu spádómum heimt- ar Macbeth að fá að sjá afkomendur Banquos og þá ganga átta konungar fram fyrir hann og sá síðasti þeirra, er hefur svip Banquo, heldur spegli fyrir Mac- beth og þar sér hann stóran hóp í viðbót ganga fyrir sig. Skelfingu lostinn af þessari sjón fellur Macbeth í yfirlið. Þegar hann vaknar úr yfirliðinu stendur kona hans hjó 'honum og segir hann henni spádómana og ræður hún Madbeth að Mta drepa Macduff og son Banquos. 4. þáttur, 1. hluti. Hinir ógæfusömu skotar sem hafa orðið að flýja undan dfríki Maobeths kvarta undan hinum illu ör- lögum. Macduff syrgir konu sína og börn, sem morð- ingjar Madbeths hafa myrt. Nú kemur hinn enski her undir stjórn Malcolms, sem er kominn til að endurheimta konungdæmið. Þegar þeir koma að Birnam skógi ákveður hver maður að brjóta sér grein af trjánum til þess að geta betur falið framsóknina. 4. þáttur, 2. hluti. I höll Macbeths kallar þjónustustúlka frúarinnar á lækni, og er hann kemur verður hann áhorfandi að áhrifamiklum atburði. Lady Macbeth gengur um í svefni og lifir aftur nóttina, er Skotakonungur var myrtur. Henni finnst blóð vera á höndum sér og kvart- ar sáran yfir, að þær verði ekki hreinar, hve mikið sem hún þvoi þær. 4. þáttur, 3. hluti. I einum af sölum hallarinnar bíður Macbet'h bardag- ans og 'hann viðurkennir, beiskur í huga, að hans muni aðeins vera minnst með ’hatri ef hann tapi þess- um bardaga. Hann sýnir kæruleysi, er hann fréttir dauða konu sinnar, en skelfist, er hann fréttir að Birnam skógur sæki að höllinni. Hann geysist út í bardagann og lendir í einvígi við Macduff, sem segir Macbeth að hann sé ekki fæddur, 'heldur hafi verið tekinn með uppskurði frá móður sinni, og rekur svo Macbeth í gegn. Allir streyma nú að hylla Malcolm hinn rétta kon- ung Skota óg allir gleðjast yfir að vera frelsaðir frá kúgaranum. Tónlistarfélaginu hefur tekizt að ráða hinn fræga píanóleikara Arthur Rubinstein til að halda hér hljóm- leika. Ekki er vitað 'hvenær hann muni sjá sér fært að koma hingað en vonandi verður ekki langt að bíða. Á Tónlistarfélagið þakkir skilið fyrir að hafa ráðizt í, að ráða snillinginn 'hingað. MUSICA 15

x

Musica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.