Musica - 01.10.1948, Side 18

Musica - 01.10.1948, Side 18
Hljóðfœri og hljóðfceraflo\J{ar II. Fiðlan og afbrigði hennar Fá hljóðfæri hafa haft jafn marga fræga kennara og fiðlan, menn sem hafa gert nútímamönnum það mögulegt, að læra jafn miikið á einu ári og áður var hægt að læra á tveim, með því að binda kennsluna í kerfi, sem voru og eru byggð á reynzlu þeirra. Við skulum til gamans líta yfir þennan hóp og taka úr no'kkra hinna þekktustu. Italarnir: Giardini, Pugnani, Viotti, Geminiani, Nardini, Locatelli, Frakkarnir: Anet, Leclair, Krautzer, Baillot, Rode, Þjóðverjarnir: Graun, Benda, Stamitz, Wilhelm Cramer og af yngri meisturum má nefna: Paganini, Spóhr, Sivori, de Beriot, Ernest, Vieuxtemps, Ferdinand David, Massart, Sarasate, Wieniawsky, Auer, Fleifetz, Elman, Kubelik, Kreisler o. m. fl. Joíepb Guametius fecu 4, 1 Crcmonl anno, 17 IHS J Svona eru ósviknar Guarnerius- fiðlur merktar. Enda þótt seinni tíma menn hafi getað notfært sér reynzlu eldri kynslóðanna, er þó eikki þar með sagt, að nútímamenn hafi uppá að bjóða betri fiðluleikara en til voru áður. Það er talið að Paganini hafi náð því hámarki, sem hægt er að ná í fiðluleik, en við erum svo óheppin að engin plata er til með honum svo hægt sé að segja um þetta með vissu, eins og við getum t. d. dæmt um söng Caruso. Og á öðru sviði stöndum við mönnum miðaldanna að baki, en það er í fiðlusmíði. Það eru sérstaklega þrír menn, sem í augum fiðlu- smiða eru guðum lí'kir, en það eru Italarnir Amati, Guarneri og Stradivari, sem allir bjuggu í Cremona á Italíu. Einnig >má nefna Steiner, fiðlan hans er enn búin til og álitin komast nst þessum þremur. Boginn. Boginn, sem upþhaflega var notaður var líkur vopn- inu með sama nafni. Seinna var núverandi lag fund- ið upp og hárin hert með Ktilli skrúfu, sem var kom- ið fyrir á oddinum. Eins og sagt var í siðasta hefti eru fimm hljóðfæri í fiðlufjölskyldunni og eru þau öll notuð í nútíma- sinfoniuhljómsveitum. Auk þess sem nota má þau öll í hljómsveitum, eru þau auk þess notuð í tríói, kvart- ett og kvintett. Strokkvartett er óumdeilanlega einn fínlegasti þátt- ur hljómlistarinnar og fyrir kvartett hafa verið sam- in mörg af þekktustu verkum tónlistarinnar. Fyrir utan gildi þessarar tónlistartegundar gefur hún einnig leikendum hina sönnu leiknautn og flestir þekktir hljóðfæraleikarar leika í kvartett í frístundum sínum til að hvíla taugarnar og njóta tónlistarinnar. Við munum í næstu grein lýsa nánar hinum hljóð- færunum í fjölskyldunni. 18 MUSICA

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.