Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 19

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 19
Richard Tauber dáinn Eins og áður var skýrt frá í síSasta tölublaði Musica dó hinn vinsæli tenórsöngvari, Riöhard Tauber, hinn 8. janúar að heimili sínu í London. Tauber hafði verið veikur í lengri tíma og skömmu áður en hann dó hafði verið getður á honum mikill uppskurður. Tauber varð 55 ára. Tauber fæddist í Linz í Austurríki 1893, og var faðir hans leikhússtjóri. Snemma varð vart tónlistar- gáfna hjá hinum unga Tauber og var hann settur í tónlistarskólann í Frankfurt þar sem hann lagði stund á tónfræði og hljómsveitarstjórn. En hann sneri sér brátt að söngnum og fyrsta hlutverk hans var hlutverk Tamino í „Töfraflautunni", er hann söng í leikhúsi föður síns. Hlutverk Taminos færði honum þegar sig- ur, og var hann þegar ráðinn til söngleikahússins í Dresden og þar var hann í fimm ár. Frá Dresden fór Tauber til Berlínar og svo um alla Evrópu. í Wien hitti hann Franz Lebar, en óperettu hans „Brosmilda land" uppfærði Tauber ekki sjaldnar en 2500 sinnum um æfina. Tauber varð að flýja Þýzkaland, er Hitler komst til valda, eins og fleiri listamenn, fluttist til Bretlands og gerðist brezkur borgari. Hann gerðist afar athafna- samur í Bretlandi, stjórnaði m. a. The London Phil- harmonic og hafði eigið söngleikj afélag, er nefndist „Old Chelesea". Tauber giftist tvisvar, fyrri kona hans hét Charlotta Vancoti, en þau skildu árið 1931, og fimm árum seinna giftist hann aftur Diönu Napier. Kirkju- og söngmóf Snæfellsnesprófastsdæmis Kirkju- og söngkóramót Snæfellsnesspró'fastsdæmis var haldið í Stykkishólmi laugardag og sunnudag 11. og 12. sept. Hófst það á laugardaginn kl. 8,30 með guðsþjónustu í kirkjunni. Upphaflega var gert ráð fyrir að séra Magnús Guð- mundsson, prestur í Ólafsvík prédikaði, en sökum veikinda gat hann ekki sótt mótið, en ræðu hans flutti sr. Þorsteinn Sigurðsson Staðarstað, en sóknarprestur ? inn í Stykkishólmi þjónaði fyrir altari. FIÐLAN a) bakið, b) dekkið, c) stóllinn, d) sálin, f) gripbrettíð, g) söð- ullinn, x-y) hljóðgötin, d) strengjahaldarinn, u) skrúfumar. Á sunnudagsmorgun var fjölsótt barnaguðáþjónusta, sem sr. Þorgrímur annaðist, en sr. Sigurbjörn Á. Gísla- son, sem heimsótti mótið, talaði einnig við börnin. Hámessa var eftir hádegi og steig sr. Sigurbjörn í stól- inn í stað prófastsins sr. Jósefs Jónssonar, Setbergi, sem ekki gat mætt vegna veikinda. Þeir sr. Þorsteinn L. Jónsson, Söðulsholti og sr. Sigurður Lárusson þjónuðu fyrir altari, en auk þess tók sá síðarnefndi gesti til altaris, og var altarisgangan fjölmenn. Síðar um daginn flutti sr. Þorsteinn L. Jónsson er- indi í samkomuhúsinu um bænina, en hún var aðal- viðfangsefni mótsins. Var þar húsfyllir. Kl. 6 um kvöldið hófst svo söngmót kirkjukóranna. Setti formaður Kórasambandsins, sr. Þorgrímur Sig- MUSICA 19

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.