Musica - 01.10.1948, Qupperneq 22

Musica - 01.10.1948, Qupperneq 22
1 skini tunglsins afskrifaði Bach litli fegurstu verk, er samin höfðu verið fyrir orgelið. söngleikjalhúsið, sem þá var heimsfrægt, og hlustaði auk þess á orgelleikarann Johan Adam Reinken, sem lék í Katrínarkirkjunni, en hann var einn af beztu mönnum 'hins norður-þýzka orgelskóla, en brautryðj- andi hans var Hollendingurinn Swellink, en hann lagði mikla áherzlu á tæknina bæði í kóröllum sínum og frjálsum „improvisationum", sem hann var snill- ingur í. Arið 1704 var Badh — eftir að hann hafði verið hirðhljóðfæraleikari í Weimar — kallaður til orgel- leikarastarfsins í Arnestadt. Hér fékk hann í fyrsta sinn á æfinni stórt og nýtt orgel til umráða og gat mikið til ótruflaður samið tónsmíðar. En hann fann brátt að hann þurfti að læra meira, sótti um frí, og lagði af stað fótgangandi hina Iöngu leið til Lybek á fund danska orgelmeistarans, Didrik Buxtehude, sem var orgelleikari við Maríukirkjuna í Lybek, þar sem hann á hverju hausti hélt hina frægu kvöldtónleika sína, þar sem hann uppfærði verk eftir sjálfan sig og kom fram sem organleikari auk þess sem hann stjórnaði kór. Buxtehude fæddist í Helsingborg árið 1637 og hafði verið orgelleikari í Helsingör þar til hann var kjörinn til að vera eftirmaður orgelmeistarans Franz Tunders sem orgelleikari við Maríukirkjuna. Hugmyndaflug og snilld Buxtehude var svo mikil, að aðeins Baoh hefur getað skyggt á snilli hans. Sér- staklega var Buxtehude þekktur fyrir Ghanconnur sín- ar sjá eftirfylgjandi dæmi. Ferð Bachs til Lybek fékk mjög mikla þýðingu fyrir tónlistarsöguna. Kynning hans af Buxtehude var hon- um svo kær, að hann skeytti ekki um að frí hans var aðeins veitt til þriggja mánaða heldur dvaldist hjá Buxte>hude mun lengur. Ef til vill hafði Baoh hugsað sér að verða eftirmaður Buxtehude, sem var orðinn gamall maður, og líklegt er, að hann hafi eggjað Bach til að vera kyrr, en em- bættinu sem eftirmaður Buxtehude fylgdi eitt skilyrði: Bac'h varð að giftast dóttur hans, en hún var j^á 36 ára, en Bach aðeins 20. Endirinn varð sá, að Bach fór heim til Arnstadts aftur og fékk alvarlega áminn- ingu af kirkjuráðinu vegna hinnar löngu fjarveru hans. Að Badh hafði orðið fyrir áhrifum sem vöruðu allt lífið skildu hinir íhaldssömu kirkjuráðsmenn ekki. Bach fékk þarna forsmekkinn af vandræðum þeim, er ríkið og kirkjan áttu eftir að valda honum. Badh var auðmjúkur trúmaður, og hver tónn, er hann samdi er saminn til vegsemdar guði, en í mót- setningu auðmýktar hans við guð og hins hamingju- sama fjölskyldulífs hans, er þrái hans í deilum þeim, er hann átti í, e. t. v. fyrirlitning snillingsins á hinum smáborgarlega hugsunarhætti yfirvaldanna. Heimití Bachs. M. a. kvörtuðu hinir háu herrar í kirkjuráðinu yfir því, að orgelleikur Badhs væri öf mikið útflúraður, þar ofan á bættist að hann lét „ókunna jómfrú" syngja úr kórnum sem hneykslaði hinar gömlu ,yhárkollur“ sér- staklega. Þessi „ókunna jóm'frú" varð seinna eiginkona Bachs, María Barbara, og varð móðir tveggja elztu sona 'hans. Hún dó ung, en sá áður snilli Bachs í fullum blóma. Framhald. 22 MUSICA

x

Musica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.