Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 23

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 23
Einn lesandi okkar hefur sent okkur eftirfarandi bréf, og þótt ekki sé venja okkar að birta bréf óstytt munum við gera undantekningu fra reglunni að þessu sinni, þar sem bréfið inniheldur tvær stórmerkar tillögur. Þótt við sjáum okkur ekki enn fært að fara eftir tillögum bréfritara, raunum við hafa ráðleggingar hans í huga. Við munum fúslega taka til birtingar greinar um forvígismenn íslenzkrar tónlistar, og annan fróð- leik þar að lútandi. Til gamans má geta þess, að í hinum tveim áður út komnu héftum, sem eru samtals 64 síður eru um 24 síður helgaðar íslenzkri tónlist og ef erlend tón- listartJÍmarit eru tekin til samanburðar er þetta hár prósentuíhl'uti. Hér er svo brófið: Heiðruðu útgefendur. Eg hefi náð í 2 fyrstu tölublöðin af riti yðar og lesið þau vandlega. Þegar á 1. bls. heitið þér á lesend- urna að leggja fram sinn skerf til að skapa læsilegt blað. Jafnframt lofið þér, að taka á móti tillögum þeirra og leiðbciningum og fara eftir þeim að ein- hverju leyti. Þetta rausnarlega boð yðar langar mig til að nota mér, og sendi yður því 2 tillögur til athug- unar. Hin fyrri þeirra er sú, að hér reynið að afla yðnr sem víðtcekastra heimilda um söngsögu lslands í bœj- um og sveitum og birtið fucr í ritinu. Takið eina sýslu fyrir í senn. Byrjið til dæmis á Gullbringu- og Kjósar- sýslu ásamt Hafnarfirði og farið hringinn austur um. Birtið svo myndir eftir föngum af forystumönnum söngsamtakanna, þótt þeir séu, ef til vill, ekki lands- frægir, hvað þá heimsfrægir. Þeir eru þó ævinlega BREFAKÁSSINN okkar menn, — þessir þrautseigu, elskulegu unnend- ur sönglistarinnar, sem stýrt hafa og stýra enn söng sveitamanna og smáborgara, svo að árum skiptir, við erviðar ástæður, bæði í kirkjum á almennum mann- fundum. Mig langar miklu meira til að sjá myndir af þeim í ísl. tónlistarriti heldur en af ýmsum útlend- ingum, þó að frægir kunni að vera. Hin tillaga mín er á þessa leið: Birtið oftast lög, sem raddsett eru annað tveggja fyrir blandaða hóra eða fyrir eina rödd með undirleiþ á orgelharmoníum, en síður fyrir píanó. Þér lofið léttum raddsetningum og vel sé yður fyrir það. Birtið ennfremur, a. m. k. öðru hvoru, lög eftir íslenzka höfunda, þótt eigi séu þeir mikið þekktir eða frægir. Gleymið eigi sálmalög- unutn, hvor/{i útlendum ná nnlendum. Mér er per- sónulega kunnugt um, að í eigu einstakra manna er talsvert til af íslenzkum sálmalögum, bæði útlendum og íslenzkum. Ymis þeirra eru eftir menn og konur hérlendis, sem ekki eru talin í hópi tónskáldanna, en sem /{ir/{ju/{órum landsins vœri þó góður fengur í að fá að þynnast. Að vísu Ihafa ekki allir þessara óþekktu lagasmiða (kompónista) getað raddsett lög sín, svo að vel færi. Til þess hafa þeir ekki íhaft lærdóm. En með góðum vilja ætti að mega fá úr því bætt. — Hvað segir svo Frú Musica um þessar tillögur mín- ar? Með þökk fyrir birtinguna. Vald. V- Snœvarr. Allt er tónlist, fyrir hinn tónelskandi. Allt sem skelfur og hreyfist, sólheitir sumardagar, stormfylltar nætur, hið geislandi ljós, blik stjarnanna, söngur fugl- anna, suð flugnanna, óveðrir, þytur trjánna, brak dyranna, rennsli blóðsis gegum æðarnar, þögn nætur- innar — í öllu þessu er tólistin, það er aðeins að heyra það. Romaiti Rolland. MUSICA 23

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.