Musica - 01.10.1948, Qupperneq 25

Musica - 01.10.1948, Qupperneq 25
Hawaii-kvartettinn Eitt sinn var lítill drengur á eyjunni Hawaii. Þess- um litla dreng var eitt sinn gefinn spánskur gítar, en venjulega þykir svona snáðum meira gaman að at'huga og „gera við“ ihljóðfærin, en að leika á þau, og svo var einnig söguhetja okkar. Snáðinn fór að fikta við strengi gítarsins með penna- hnífnum sínum, en Ihmfurinn skrapp úr ihendi hans og við það myndaðist syngjandi tónn á gítarinn. Þannig var Hawaiigítarinn fundinn upp, segir sag- an, en við seljum söguna ekki dýrari en við keyptum hana. Ahuginn fyrir ihawaiigítarnum hefur verið mjög mikill hér á landi, og má jafnvel segja að hann hafi verið hér landplága um tíma. Nöfn eins og Felix Mendelsohn, Andy Iowa, Ray Kinnley og Harry Owens svo að nokkur nöfn séu nefnd, voru á hvers manns vörum. Islendingar eru venjulega fljótir að fylgjast með nýjungum og er furðulegt að aðeins einn maður skuli hafa lagt á sig að læra á þetta vinsæla hljóðfæri (að því er vitað er). Þessi maður er Hilmar Skagfield. Hilmar smíðaði sjálfur sitt fyrsta hljóðfæri með aðstoð Sigurðar Isólfssonar og tók þegar að læra á það. Og 1946 stofnaði hann svo hawaiitríóið ásamt þeim Olaifi Máríussyni, er leikur á spanskan gítar og Trausta Th. Oskarssyni, er lék á rafmagnsgítar. Urðu þeir þremenningar brátt mjög eftirsóttir til að leika á skemmtunum og samkomum. Síðasta vetur varð Trausti svo að hætta leik sínum með tríóinu sökum utanfarar, en í hans stað kom svo hinn ágæti gítarleikari Ölafur G. Þórhallsson og skömmu síðar bættist svo Eyþór Þorkelsson bassaleikari í hópinn. Hófu þeir fjórmenningar nú æfingar af fullum krafti og voru brátt ráðnir til að leika í revíunni „Vertu bara kátur“ auk þess sem þeir léku á fjölda skemmtana og nú seinast á frídegi verzlunarmanna. Tíðindamaður Musica hitti Hilmar að máli um daginn og spurði hann nokkurra spurninga um kvart- ettinn. — Þið hafið leikið á fjölda skemmtana, er það ekki ? — Já, það má nú segja, auk þess sem við höfum leikið í revíunni og í útvarpið. — Er hawaiigítarinn ekki erfitt hljóðfæri? — Jú, sannarlega, og í réttu lagi ætti ég að æfa mig 2—3 tíma á dag, en það vill nú verða misbrestur á því. — Hvaða havaiigítarleikara heldur þú mest upp á? — Ray Andrade er uppáhaldsleikari minn svo og Andy Iowa og Roland Peachy. — Eruð þið að hugsa um að breyta til? — Ja, nú spyrð þú mig um meira en ég veit um ákveðið. — Vertu nú ekki svona leyndardómsfullur. Hilmar Skagfield MUSICA 25

x

Musica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.