Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 28

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 28
Swing mun aldrei deyja, segir Nat „King" Cole. Tíðindamaður bresika jazzblaðsins Musical Express í Bandaríkjunum, Bob Kreider, átti nýlega viðtal við King Cole og birtist það hér, en þó nokkuð stytt. 1939 'tók nýstofnað tríó upp á plötur hjá nýstofn- uðu íhljómplötiifyrirtæki plötuna „Straighten up and fly right“. Hiljómplötufyrirtækið er nú orðið eitt af hinum fjóru stóru í Bandaríkjunum og tríóið, King Cole trí- óið heldur á'fram upp og upp og upp . . . Þrátt fyrir miklar breytingar innan þess, þar sem tveir stofn- endanna, þeir Oscar Moore og bassistinn Wesley Price haifa hætt, en igítarleikarinn Irving Ashby og bassist- inn Johnny Milíler hafa tekið við, heldur tríóið áíram að afla sér aukinni vinsælda. Það hefir verið kosið nr. eitt í þremur tónlistarblöð- um, „Down Beat“, „Metronome“ og negrablaðinu „The Pittsburgh Courier“. Síðustu lögin þeirra hafa nú komið út 1 albúmi og htífir það selst í hundruðum þúsunda eintökum, þar eru m. a. lög eins og „To Marvellous for Words“, „Pll string a'long with you“, Makin’ Woopee“ og „This is my night to dream“ með söng Cole enn auk þess tvö lög 'án söngs „Honeysuckle Rose“ og „Rhumba Azul“. „Eruð þið að hugsa um að breyta tríóstíl ykkar?“ „Nei, ekki a. m. k. gagngert". „Hvað segir þú um Be-Bop, hefir það haft nokkur á'hrif 'á leilk ykkar, og hvaða áhrif heldur þú, að það muni halfa í framtíðinni?“ „Eg 'held að Be-Bop muni renna inn í jazzinn eins og t. d. Swing, enn það mun taka nokkurn tíma, því að Be-Bop 'hljómar enn skrítillega í eyrum flestra áheyrenda. En ég held ekki að það muni hafa áhrif I 28 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.