Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 5

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 5
lega búa undir að syngja, og verður þeim kennd söngfræði og beiting raddarinnar, sem einnig mun koma þeim að gagni síðar. í eldri deildinni verður lögð aðaláherzla á kennslu í raddbeitingu en lítilsháttar söngfræði verður einnig kennd“. „Eru fleiri drengir en stúlkur í kórnum?“ „Nei, aðeins um 20 af hundraði þeirra er um sóttu voru drengir, og þykir mér áhugaleysi þeirra furðanlegt“. „Er mikill munur á röddum drengja og stúlkna á þessu tímabili?“ „Nei, eðlismunurinn er enginn, að öðru leyti en því að drengir hafa yfirleitt meira raddmagn en stúlkur. Börn hafa sópran raddir, mjög líkar röddum fullvaxta kvenna, en mikið mýkri og lausari, og það er nær einsdæmi, ef konurödd nær þeirri mykt er barnsraddirnar hafa“. „Hvenær búist þér við, að kórinn muni syngja í útvarpið í fyrsta sinni?“ „Nú spyrjið þér mig um meira en ég sjálfur veit, en ég mun leggja allt kapp á að það megi verða hið fyrsta“. „Hvert er annars álit yðar á sönglífi okkar?“ „Eg hefi mest kynni af kirkjusöngnum og get því bezt um hann dæmt, en hann er á sorglega lágu stigi, og álít ég það mest að kenna illa mennt- um söngstjórum og orgelleikurum og svo slæm- um orgelum, en þó hefir söngurinn stórum batnað fyrir atbeina Sigurðar Birkis, söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar, en hann hefur unnið mikið og gott starf í þágu kirkjusöngsins. „Þér kennið við skóla þjóðkirkjunnar?“ „Jú, Sigurður Birkis, söngmálastjóri, kennir söng, en ég kenni söngstjórn og orgelleik, en það þýðir lítið að kenna nemendunum orgelleik þar sem þeir hafa flestir engin eða léleg hljóðfæri til að æfa sig á, en á skólanum voru þó síðasta vetur um 30 nemendur, og var skólavistin ókeypis“. „Álítið þér, að orgelleikari úti á landi, eigi að annast hljóðfæra og söngfræðikennslu í héraði sínu?“ „Skiljanlega, það nær engri átt, að námsfólk fari hingað til Reykjavíkur og leigi sér e. t. v. herbergi fyrir fimm hundruð krónur til að læra undirstöðuatriði orgelleiks, námsfólk á aðeins að leita til Reykjavíkur til framhaldsnáms. Þetta sama gildir og fyrir annað námsfólk, það kemur hingað til að ganga á gagnfræðaskóla, en prestur hvers héraðs er það vel menntaður og hefur ekki það mikið að starfa, að hann ætti að geta kennt nemendum undir menntaskóla, þá myndi einnig prestsetrið verða sú menningarmið- stöð er það á í réttu lagi að vera, og prestarnir gætu þannig haft holl áhrif á æskulýðinn“. „Hverja álítið þér nauðsynlegustu endui’bót barnafræðslunnar ? “ „Ég álít, að söngurinn eigi að verða skyldunáms- grein í skólum, og að börnum verði þar kennd söngfræði og tónlistarsaga, þekking í söngfræði og tónlistarsögu tilheyrir almennri menntun, og það má ekki dragast lengur að þeim námsgreinum sé gert jafnt undir höfði og öðrum greinum“. „Hvert álítið þér mesta hagsmunamál tónlistar- lífsins hér í Reykjavík?“ „Stofnun sinfóníuhljómsveitar, og við vonum allir, að eitthvað haldgott verði gert innan skamms, í því máli. Er hljómsveitin verður stofnuð, verður hún í fyrstu fámenn, e. t. v. til 50 manns, en með þeirri skipan getur hljómsveitin leikið öll verk fram á daga Beethovens, og er þar úr geysimiklu að velja. En í rauninni er ekki hægt að segja að tónlistar- menning okkar sé á háu stigi fyrr en komin er á laggirnar fullkomin sinfóníuhljómsveit með ekki færri en 80—90 meðlimum“. Við þökkum Páli fyrir viðtalið, og tökum undir síðustu orð hans og treystum þingfulltrúum okkar til að taka mannsæmandi afstöðu til þessa merka máls. T. A. Æfiatriði Páls Kr. Pálssonar Páll Kr. Pálsson, fæddur í Reykjavík árið 1912. Foreldrar Páll Árnason, lögregluþjónn og Kristín Árnadóttir kona hans. Fór snemma að leggja stund á hljóðfæraleik, og lék á orgel í frístundum sínum, sagði lausu starfi sínu, sem bókari á skrifstofu tollstjóra og fór utan til framhaldsnáms, dvaldist lengst af í Edinborg, við framhaldsnám í orgelleik hjá Harrick Bunney orgelleikara við dómkirkjuna í Edinborg, en hann er ungur orgelleikari, með nýjan stíl og geysi tækni. Einnig lærði Páll söngstjórn og komposition hjá Dr. Hans Gál en hann er prófessor við háskólann í Edinborg og einn færasti tónfræðingur álfunnar. Eftir heimkomuna gerðist Páll kennari við Tón- MUSICA 5

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.